Altæk er vídd sem hægt er að nota sem afmörkun alls staðar í Microsoft Dynamics NAV. Hægt er að setja upp tvær víddir sem altækar víddir. Velja skal þær tvær víddir sem mest eru notaðar við skýrslugerð. Hins vegar er hægt að nota hvaða vídd sem er sem afmörkun í glugganum Greining eftir víddum.
Mikilvægt |
---|
Til að breyta altækri vídd þarf að breyta öllum færslum í forritinu á meðan sú vídd var í notkun. Þetta getur tekið nokkurn tíma. Til að þurfa ekki að gera slíka breytingu ætti að vanda valið á altækum víddum. |
Að setja upp altækar víddir
Í reitinn Leita skal færa inn Fjárhagsgrunnur og velja síðan viðkomandi tengi.
Í glugganum Fjárhagsgrunnur, á flipanum Aðgerðir, í flokknum Aðgerðir, er valið Breyta altækum víddum.
Í Altæk vídd 1 og Altæk vídd 2 reitina slærðu inn víddarkóða.
Skoðaðu altækar víddir á flýtiflipanum Víddir.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |