Þegar eign er seld eða afskráð með öðrum hætti verður að bóka afskráningarverðmæti hennar. Forritið reiknar ágóða eða tap. Afskráningarfærsla verður að vera síðasta færslan sem bókuð er vegna eignar. Vegna eigna sem eru að hluta afskráðar er hægt að bóka eina eða fleiri afskráningarfærslur. Samtala allra bókaðra afskráningarupphæða verður að vera kreditupphæð.
Ef bóka á afskráningarfærslu í afskriftabók þar sem afskráning er með fjárhagsheildun er eignafjárhagsbókin notuð.
Ef bóka á afskráningarfærslu í afskriftabók þar sem afskráning er ekki með fjárhagsheildun er eignabókin notuð.
Til athugunar |
---|
Ef ný eign kemur í stað annarar verður að skrá bæði söluna á gömlu eigninni (afskráning) og innkaupin á þeirri nýju (kaup). Þessa tegund viðskipta er ekki hægt að skrá sem eina færslu. |
Eftirfarandi tafla lýsir röð verkefna með tenglum í efnisatriði þar sem þeim er lýst. Verkin eru talin upp í sömu röð og þau eru yfirleitt framkvæmd.
Til að | Sjá |
---|---|
Nota eignafjárhagsbók til að bóka afskráningarfærslu í afskriftabók þar sem afskráning er með fjárhagsheildun. | Hvernig á að bóka afskráningarfærslur úr fjárhagsfærslubókum eigna |
Nota eignabók til að bóka afskráningarfærslu í afskriftabók þar sem afskráning er ekki með fjárhagsheildun. | |
Skoða afskráningarbókarfærslur. | |
Skipta eign sem hefur verið seld að hluta eða afskráð áður en afskráningarfærslan er skráð. | |
Eyða eign. |