Fyrirtæki innan Evrópusambandsins (ESB) verða að tilkynna um umfang viðskipta sinna við önnur lönd/svæði innan ESB, samkvæmt þar að lútandi reglum. Fyrirtæki innan ESB verða að gefa Intrastat-yfirvöldum skýrslu um hreyfingu vöru í viðkomandi landi/svæði.
Hægt er að búa til skýrslu á grundvelli færslna í Intrastat-skýrslu. Nota má keyrslu til að setja færslurnar í færslubók eða færa þær inn handvirkt. Hægt er að breyta færslunum í færslubókinni ef nauðsyn krefur.
Í keyrslunni eru eingöngu birgðafærslur, ekki fjárhagsfærslur. Ef birgðafærslur eru til staðar sem eru gjaldgengar fyrir Intrastat-skýrslu, verður að færa þær inn handvirkt. Ef fyrirtækið kaupir t.d. tölvu frá öðru landi/svæði innan ESB sem er aðeins til notkunar innan fyrirtækisins, er tölvan ekki sett í birgðir heldur bókuð í fjárhagsreikning. Slíka færslu verður að færa handvirkt inn í Intrastat-færslubókina.
Hægt er að flytja þær færslur sem lokið er við í skrá sem má senda til Intrastat-yfirvalda, eða prenta út skýrslu og færa upplýsingarnar handvirkt inn á eyðublöðin frá Intrastat-yfirvöldunum.
Eftirfarandi tafla lýsir röð verkefna með tenglum í efnisatriði þar sem þeim er lýst. Verkin eru talin upp í sömu röð og þau eru yfirleitt framkvæmd.
Til að | Sjá |
---|---|
Nota keyrslu til að gera tillögur að línum í Intrastat-skýrslu og fylla handvirkt inn upplýsingarnar sem vantar. | |
Prenta út skýrslu með upplýsingum sem eru nauðsynlegar til að fylla út eyðublaðið frá Intrastat. | |
Prenta út skýrslu með upplýsingunum sem verða á Intrastat-disknum. | |
Flytja út skrá sem inniheldur Intrastat-skýrsluna. | |
Eyða bókarkeyrslu sem er orðin óþörf. |