Ef VSK-aðgerðirnar eru rétt uppsettar er VSK sjálfkrafa reiknaður og bókaður.
Fyrirtæki verða að gefa skýrslu til skattayfirvalda varðandi umfang viðskipta sinna við lönd/svæði innan Evrópusambandsins (ESB), þrátt fyrir að ekki þurfi að gera upp neina fjárhæð. Nánari upplýsingar má finna í leiðbeiningum skattayfirvalda um kröfur er varða skýrslugerð í viðkomandi landi/svæði.
Hver VSK-bókun býr til færslu í glugganum VSK-færslur. Þessar færslur eru notaðar til að reikna VSK-upphæðir (greiðslur eða endurgreiðslur) á tilteknu tímabili.
Einnig má nota fjárhagsfærslur til að reikna út uppgjörsupphæðina með því að setja upp reikninga á bókhaldslykli í þessum tilgangi. (Sjá reitinn Tegund í VSK-yfirlitslínunni). Athugið að þessi aðferð fylgir ekki því sniði sem skattayfirvöld nota á sínu VSK-yfirliti.
Nota má VSK-yfirlitið til að reikna VSK-uppgjörsupphæð fyrir tiltekið tímabil. Síðan er hægt að prenta út VSK-yfirlit og afrita upplýsingarnar á greiðsluseðil.
VSK er ekki reiknaður á sölu til VSK-skyldra fyrirtækja í öðrum ESB-löndum/svæðum. Skila verður sér skýrslu um slíka sölu. Hægt er að nota skýrsluna VSK - VIES til að búa til skýrsluna.
Hægt er að nota keyrsluna Reikna og bóka VSK-uppgjör til að loka VSK-færslum og flytja VSK-upphæðir innkaupa og sölu á reikning VSK-uppgjörs.
Eftirfarandi tafla lýsir röð verkefna með tenglum í efnisatriði þar sem þeim er lýst. Verkin eru talin upp í sömu röð og þau eru yfirleitt framkvæmd.
Til að | Sjá |
---|---|
Bóka færslubók þar sem meðhöndla verður alla upphæðina sem VSK, t.d. ef fyrirtækið fær VSK-reikning frá skattayfirvöldum vegna innfluttra vara. | |
Bóka innkaupareikning þar sem meðhöndla þarf alla upphæðina sem VSK. | Hvernig á að bóka VSK vegna innflutnings með innkaupareikningum |
Skoða færslur sem urðu til við bókun á VSK. | |
Skilgreina hvernig VSK-yfirlitið er reiknað. | |
Skoða VSK-yfirlit fyrst á skjánum áður en það er prentað út. | |
Prenta út VSK-yfirlit sem má nota til að fylla út greiðsluseðilinn til skattayfirvalda. | |
Stofna reglubundna VSK-skýrslu sem hægt er að senda til skattyfirvalda. | |
Prenta út VIES-skýrslu vegna sölu til annarra landa/svæða innan ESB. | |
Loka opnum VSK-færslum og bóka nettóupphæðina í VSK-uppgjörsreikning. |