Hægt er að sameina fjárhagsfærslur tveggja eða fleiri fyrirtækja (dótturfyrirtæki) í samstæðufyrirtæki. Hvert fyrirtæki í samstæðufyrirtæki nefnist fyrirtækiseining. Sameinaða fyrirtækið nefnist samstæðufyrirtæki.
Flytja má gögn inn í samstæðufyrirtækið frá öðrum fyrirtækjum í sama gagnagrunni, úr öðrum Microsoft Dynamics NAV gagnagrunnum eða úr skrám.
Ef fjárhagsskýrslur fyrirtækiseiningarinnar eru í öðrum gjaldmiðli en reikningar samsteypufyrirtækisins þarf að setja upp gengi fyrir samstæðuna. Það eru þrjú mismunandi gengi fyrir samstæðu: Meðalgengi (handvirkt), Lokagengi og Síðasta lokagengi. Fyrir hvern fjárhagsreikning sem er steyptur saman úr fyrirtækiseiningunni, ákvarðar innihald reitsins Samstæðu-umreikningsaðferð hvaða gengi gjaldmiðla er notað.
Á hverju spjaldi fyrirtækiseiningarinnar er tilgreint í reitnum Gengi gjaldmiðla hvort samstæðan noti gengi gjaldmiðla frá fyrirtækiseiningunni eða samstæðufyrirtækinu. Ef notað er gengi gjaldmiðla frá samstæðufyrirtækinu er hægt að breyta gengi gjaldmiðla hjá fyrirtækiseiningunni.
Áður en gögn eru flutt inn í samstæðufyrirtækið, er hægt að prófa hvort uppsetning fyrirtækjanna sé samhæf. Síðan er hægt að flytja inn gögnin.
Eftirfarandi tafla lýsir röð verkefna með tenglum í efnisatriði þar sem þeim er lýst. Verkin eru talin upp í sömu röð og þau eru yfirleitt framkvæmd.
Til að | Sjá |
---|---|
Nánar um hverju er hægt að ná fram með samstæðuaðgerðunum í Microsoft Dynamics NAV. | |
Fá yfirsýn yfir hvernig á að framkvæma sameiningu, allt frá byrjun til enda sameiningarferlisins. | |
Uppfæra gengi gjaldmiðla fyrir fyrirtækiseiningu sem er með ársreikningana í erlendum gjaldmiðli. | Hvernig á að tilgreina gengi gjaldmiðla áður en fyrirtækjum er steypt saman |
Flytja út gögn fyrirtækis sem er í öðrum Microsoft Dynamics NAV gagnagrunni. | |
Aðgæta hvort munur sé á uppsetningu samstæðufyrirtækisins og uppsetningu fyrirtækiseininga í öðrum Microsoft Dynamics NAV gagnagrunni. | |
Aðgæta hvort munur sé á uppsetningu samstæðufyrirtækisins og uppsetningu fyrirtækiseininga í skrá. | |
Flytja inn gögn um samstæður úr fyrirtækiseiningum úr sama gagnagrunni. | |
Flytja inn gögn um samstæður úr skrá. |