Margar staðlaðar skýrslur eru í boði til að sannreyna nákvæmni reikninganna áður en bókum er lokað í lok ársins eða í lok tímabils. Til dæmis má nota skýrsluna Viðskiptamaður - Prófjöfnuður til að votta að upphæð bókunarflokks viðskiptamanna sé jöfn upphæð á samsvarandi reikningi færslubókar á tilteknu tímabili.

Taflan hér á eftir sýnir fjölda skýrslna sem er gagnlegur í þessu ferli, ásamt tenglum á efni til glöggvunar.

Til aðSjá

Prenta út nákvæma prófjöfnunarskýrslu fyrir einn eða fleiri bankareikninga með nánari upplýsingum um einstakar færslur.

Bankareikn. - Hreyfingalisti

Prenta út nákvæma prófjöfnunarskýrslu fyrir tiltekna viðskiptamenn.

Viðskiptamaður - Prófjöfnuður

Prenta út nákvæma prófjöfnunarskýrslu með upplýsingum um einstakar færslur, fyrir tiltekna viðskiptamenn á tilteknu tímabili.

Viðskm. - Hreyfingalisti

Prenta út nákvæma prófjöfnunarskýrslu fyrir tiltekna lánardrottna.

Lánardrottinn - Prófjöfnuður

Prenta út prófjöfnunarskýrslu með nákvæmum upplýsingum um einstakar færslur, fyrir tiltekna lánardrottna á tilteknu tímabili.

Lánardr. - Hreyfingalisti

Prenta út prufuskýrslu með tölum núverandi árs og síðasta árs.

Lokunarprófjöfnuður

Prenta út nákvæma prófjöfnunarskýrslu fyrir reikningsfjárhæðir færslubókar.

Fjárhagur - Hreyfingalisti

Prenta prófjöfnunarskýrslu með stöðum og hreyfingum helstu fjárhagsreikninga.

Prófjöfnuður

Prenta út prófjöfnunarskýrslu fyrir samsteypufyrirtæki.

Samstæða - Prófjöfnuður

Sjá einnig