Opnið gluggann Birgðatínsla.
Tilgreinir leiðbeiningarnar sem starfsmenn vöruhúss fylgja til að tína til vörur til afhendingar eða fyrir framleiðslunotkun. Til að nota birgðatínslur verður birgðageymslan að vera sett upp til að krefjast tínsluvinnslu en ekki afhendingarvinnslu.
Einkvæmur eiginleiki glugganna Birgðatínsla og Birgðafrágangur er að þegar birgðatínsla fyrir upprunaskjal er bókuð er einnig hægt að bóka afhendingu, eða notkunina, þegar framleiðsluíhlutir eru tíndir.
Birgðatínslur er hægt að nota fyrir eftirtalin upprunaskjöl á útleið:
-
Sölupantanir, meðal annars fyrir vörur sem eru settar saman í pöntuninni.
-
Vöruskilapantanir innkaupa.
-
Flutningspantanir fyrir útleið.
Til athugunar |
---|
Fyrir framleiðslupantanir er hægt að nota gluggann Birgðatínsla til að tína íhluti fyrir notkun þegar staðsetningin hefur verið sett upp þannig að eingöngu tínsluvinnslu sé krafist. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að tína fyrir framleiðslu með einföldum vöruhúsaaðgerðum. |
Til athugunar |
---|
Íhluti fyrir samsetningarpöntun er ekki hægt að tína eða bóka með birgðatínslum. Í staðinn skal nota birgðahreyfingar. Frekari upplýsingar eru í Birgðahreyfing. |
Eyða birgðatínslulínum
Ef vörur í birgðatínslu eru ekki tiltækar er yfirleitt hægt að eyða þeim birgðatínslulínum eftir bókun þeirra og eyða síðan birgðatínsluskjalinu. Upprunaskjalið, til dæmis sölupöntun eða framleiðslupöntun, er aðeins með eftirstandandi hluti til tínslu. Hægt að sækja eftirstandandi vörur með nýrri birgðatínslu síðar, þegar vörurnar verða tiltækar.
Viðvörun |
---|
Þetta ferli er ekki mögulegt ef rað- og lotunúmer eru tilgreind í upprunaskjalinu. Til dæmis ef sölupöntunarlína inniheldur rað-/lotunúmer, þá er þeirri rakningarlýsingu vöru eytt ef birgðatínslulínunni fyrir rað-/lotunúmerið er eytt. Ef birgðatínslulínur hafa rað- eða lotunúmer sem ekki eru tiltæk má ekki eyða viðkomandi línum. Í staðinn skal breyta reitnum Magn til afgreiðslu í núll, bóka raunverulegar tínslur og eyða síðan birgðatínsluskjalinu. Þetta tryggir að hægt er að endurgera birgðatínslulínurnar fyrir þessi rað-/lotunúmer úr sölupöntuninni seinna. |
Meðhöndlun íhluta pantanasamsetninga við birgðatínslu
Glugginn Birgðatínsla er einnig notaður til að tína og senda vegna sölu þar sem vörur verða að vera samsettar áður en hægt er að senda þær. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að selja sem eru settar saman í pöntun.
Vörur sem á að afhenda eru ekki efnislega til staðar í hólfi fyrr en þær eru settar saman og bókaðar sem frálag í hólf í samsetningarsvæði. Þetta þýðir að tínsla vara sem sameina á í pöntun fyrir afhending fylgir ákveðnu flæði. Starfsmenn í vöruhúsi færa samsetningaríhluti úr hólfi á afhendingarsvæði og bóka síðan birgðatínsluna. Bókaða birgðatínslan bókar svo samsetningarfrálagið, íhlutanotkunina og söluafhendinguna.
Hægt er að setja upp Microsoft Dynamics NAV í búa til birgðahreyfingu sjálfkrafa þegar birgðatínsla fyrir samsetningarvöru er stofnuð. Til að virkja þetta þarf að velja reitinn Stofna hreyfingar sjálfkrafa í glugganum Uppsetning á samsetningu. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að færa íhluti á aðgerðasvæði með einföldum vöruhúsaaðgerðum.
Birgðatínslulínurnar fyrir söluvörur eru stofnaðar á mismunandi hátt eftir því hvort ekkert, sumt eða allt magn sölulínunnar er sett saman í pöntun.
Í venjulegri sölu þar sem birgðatínsla er notuð til að bóka afhendingu birgðamagns, er ein birgðatínslulína búin til, eða fleiri ef varan er sett í mismunandi hólf. Þessi tínslulína grundvallast af magninu í reitnum Magn til afhendingar.
Í sölu með samsetningarpöntun þar sem allt magn línu sölupöntunarinnar er sett saman í pöntun er ein birgðatínslulína búin til fyrir magnið. Þetta þýðir að gildið í reitnum Magn til samsetningar er það sama og gildið í reitnum Magn til afhendingar. Samsetning til pöntunar svæðið er valið í línunni.
Ef samsetningarfrálagsflæði er sett upp fyrir birgðageymsluna eru gildið í reitnum Hólfk. send. samsetn. í pöntun eða gildið í reitnum Hólfkóti samsetningar á útleið, í þeirri röð, sett inn í reitinn Hólfkóti í birgðatínslulínunni.
Ef enginn hólfskóti er gefinn upp í sölupöntunarlínunni og samsetningarfrálagsflæði hefur ekki verið sett upp fyrir birgðageymsluna er reiturinn Hólfkóti í birgðatínslulínunni er auður. Starfsmaður í vöruhúsi verður að opna gluggann Innihald hólfs og velja hólfið þar sem samsetningarvörurnar eru settar saman.
Við blandaðar aðstæður, þar sem fyrst þarf að setja saman hluta magnsins og tína þarf annað magn úr birgðum, eru minnst tvær birgðatínslulínur búnar til. Ein tínslulína er fyrir sameiningarpöntunarmagnið. Hin tínslulínan fer eftir hvaða hólf geta uppfyllt eftirstöðvar úr birgðum. Hólfkóti á línunum tveimur er fylltur út er á mismunandi hátt eins og lýst er fyrir þessar tvær mismunandi sölutegundir. Nánari upplýsingar eru í hlutanum „Samsetningaraðstæður“ í Setja saman í pöntun eða setja saman í birgðir
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um notkun notandaviðmótsins eru í Vinna með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |
Sjá einnig
Samsetningarpöntun
Vöruhúsaaðgerðalína
Magn til afgreiðslu
Hólfkóti
Samsetning til pöntunar
Hólfkóti
Innihald hólfs
Hvernig á að tína Vörur með Birgðatínslu
Stofna hreyfingar sjálfkrafa
Hvernig á að tína fyrir framleiðslu með einföldum vöruhúsaaðgerðum
Hvernig á að setja upp einfaldar vöruhúsaaðgerðir með aðgerðasvæði
Um tínslu rað- og lotunúmera
Setja saman í pöntun eða setja saman í birgðir
Hvernig á að selja sem eru settar saman í pöntun
Tilvísun
Hólfkóti samsetningar á útleiðHólfk. send. samsetn. í pöntun