Ef vöruvinnsla fer fram í vöruhúsi gæti þurft að færa vörur á milli innri hólfa í samræmi við innri upprunaskjöl, svo sem framleiðslu-, samsetningar- eða þjónustupantanir úr birgðageymslu.
Til athugunar |
---|
Upplýsingar um hvernig færa á vörur á milli hólfa án upprunaskjala eru í Hreyfing innanhúss. |
Í ítarlegri vöruhúsagrunnstillingu, þ.e. birgðageymslum sem nota uppsetningarreitinn Beinn frágangur og tínsla, er hægt að nota gluggann Vinnublað hreyfingar til að færa vörur milli hólfa. Nánari upplýsingar eru í Hvernig á að færa vörur með ítarlegum vöruhúsaaðgerðum.
Í einfaldri vöruhúsagrunnstillingu, þ.e. birgðageymslum sem nota uppsetningarreitina Hólf áskilið og Krefjast tínslu er hægt að skrá hreyfingar vara á svæði innri starfsemi samkvæmt innri upprunaskjölum á eftirfarandi hátt:
-
Með glugganum Birgðahreyfing.
-
Með glugganum Birgðatínsla.
Til athugunar |
---|
Birgðatínslur bóka einnig neikvæðar birgðafærslur sem notkun og eru aðeins studdar fyrir framleiðsluíhluti. Sjá gluggann Birgðatínsla fyrir nánari upplýsingar. |
Til að fá nánari upplýsingar um birgðahreyfingar, sjá gluggann Birgðahreyfing.
Tvö mismunandi hlutverk geta stofnað upphafsbirgðahreyfinguna. Samsetningarstarfsmaður, til dæmis, getur stofnað hana úr útgefinni samsetningarpöntun þannig að hún birtist á lista starfsmanns í vöruhúsi yfir verk sem á eftir að gera. Ef búa á til birgðahreyfingu fyrir samsetningarpöntunarlínur sem eru tilbúnar til að láta flytja íhluti í tilgreind hólf sín notar samsetningarstarfsmaðurinn aðgerðina Stofna birgðahreyfingu.
Að öðru kostir getur starfsmaður í vöruhúsi stofnað hana með því að benda á samsetningarpöntunina sem um ræðir. Þessu er lýst í eftirfarandi ferli.
Til athugunar |
---|
Ef hreyfing er til staðar fyrir samsetningarpöntun þegar vara er samsett úr sölupöntun er hægt að láta stofna birgðahreyfingaskjalið sjálfkrafa þegar birgðatínsluskjalið sem tekur við fullunnu samsetningarvörunni og bókar afhendingu er búið til. Til að setja þetta upp þarf að velja reitinn Stofna hreyfingar sjálfkrafa í glugganum Uppsetning á samsetningu. Nánari upplýsingar um samsetningarpantanir og almennar vöruhúsaaðgerðir eru í Birgðatínsla. |
Þessi verklýsing sýnir hvernig á að búa til birgðahreyfingu úr glugganum Birgðahreyfing með því að vísa í útgefna samsetningarpöntun sem upprunaskjal. Ferlið er það sama þegar íhlutir eru færðir fyrir framleiðslupantanir og þjónustupantanir.
Til að færa íhluti í aðgerðasvæði í einföldum vöruhúsaaðgerðum
Í reitnum Leit skal færa inn Birgðahreyfing og velja síðan viðkomandi tengil.
Á flýtiflipanum Almennt er reiturinn Nr. fylltur út. Hægt er að ýta á færslulykilinn til að velja úr númeraröð.
Í reitnum Kóti birgðageymslu er færð inn birgðageymslan þar sem hreyfingin á sér stað.
Í flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Sækja upprunaskjöl. Að öðrum kosti er fyllt út í reitinn Upprunaskjal og valið svo hnappurinn AssistEdit í reitnum Upprunanúmer.
Í glugganum Upprunaskjöl er valin samsetningarpöntun sem á að færa íhluta í og veljið svo hnappinn Í lagi.
Fyrir hvern nauðsynlegan íhlut sem hægt er að flytja, eru ein Taka-lína og ein Setja-lína mynduð í glugganum Birgðahreyfingar. Allir reitir nema reiturinn Magn til afgreiðslu eru fylltir út fyrirfram samkvæmt upprunaskjalslínunum. Reiturinn Magn til afgreiðslu er stilltur á núll þar til magnið sem raunverulega hefur verið flutt er fært inn.
Hægt er að breyta hólfakóðanum á Taka-línunni, en aðeins í samræmi við ráðstöfunarmagn. Ef hnappurinn AssistEdit er valinn í reitnum Hólfkóti í Taka-línu mun glugginn Innihald hólfs opnast og aðeins sýna hólf þarf sem íhluturinn er tiltækur.
Ekki er hægt að breyta hólfkóta í línu. Aðeins hólfkóti sem er skilgreindur á íhlutalínu upprunaskjalsins er samþykktur. Þetta styður þá reglu að hlutverkið sem biður um íhlut, sem er samsetningarstarfsmaður í þessu ferli, eigi að vita hvar eigi að setja íhlutinn. Ef setja á íhluti í annað hólf þarf að fyrst að breyta hólfakótanum í íhlutalínunni og stofna birgðahreyfingalínurnar aftur.
Í reitnum Magn til afgreiðslu er fært inn að fullu eða að hluta til magnið sem raunverulega hefur verið flutt. Gildið á línum Taka og Setja verður að vera það sama. Annars er ekki hægt að skrá hreyfinguna.
Til athugunar Eins og í öðrum vöruhúsaaðgerðum er hægt að skipta Setja-línu með því að velja Aðgerðir og velja síðan Skipta línu. Í því tilviki verður samtala uppskiptu Setja-línanna tveggja að vera jöfn magninu í Taka-línunni. Þegar allt er til reiðu til að skrá hreyfingar sem hafa verið framkvæmdar er hnappurinn Skrá birgðahreyfingu valinn.
Vöruhúsafærslur eru stofnaðar til að spegla að íhlutirnir eru nú til í hólfunum sem tilgreind eru á samsetningarpöntunarlínunum.
Til athugunar Ólíkt því þegar íhlutir eru færðir með birgðatínslu er notkun ekki bókuð þegar birgðahreyfing er skráð. Það skref verður að framkvæma sérstaklega með því að bóka samsetningu pöntunar, frálag og notkun. Frekari upplýsingar eru í Samsetningarpöntun.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |
Sjá einnig
Uppsetning á samsetningu
Hólfkóti
Stofna hreyfingar sjálfkrafa
Hólfkóti samsetn. á innleið
Hólfkóti til framleiðslu
Birgðatínsla
Hreyfing innanhúss
Vöruhúsahreyfing
Verkhlutar
Hvernig á að tína fyrir framleiðslu með einföldum vöruhúsaaðgerðumHvernig á að færa vörur með ítarlegum vöruhúsaaðgerðum