Ef birgðageymsla er sett upp þannig að krafist sé tínsluvinnslu en ekki afhendingarvinnslu skal nota birgðatínsluskjöl til að skrá og bóka tínslu og afhendingarupplýsingar fyrir upprunaskjöl.

Upprunaskjalið getur verið sölupöntun, innkaupaskilapöntun, millifærslupöntun á útleið eða framleiðslupöntun með íhlutum sem eru tilbúnir til tínslu.

Íhluti fyrir samsetningarpöntun er ekki hægt að tína eða bóka með birgðatínslum. Í staðinn skal nota birgðahreyfingar. Frekari upplýsingar eru í Birgðahreyfing.

Til athugunar
Ef magn sölulínu tínslu og afhendingar er sett saman í pöntunina skal fylgja nokkrum reglum við stofnun birgðatínslulína. Nánari upplýsingar eru í hlutanum „Meðhöndlun íhluta pantanasamsetninga við birgðatínslu” í Birgðatínsla.

Vörur tíndar með Birgðatínslu:

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Birgðatínsla og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Ef hefja á vinnu við tínsluskjalið er hægt að opna tínsluskjal sem búið er að stofna eða stofna nýtt tínsluskjal. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að búa til birgðatínslu.

    Ef opna á tínsluskjal sem þegar hefur verið stofnað er smellt á Færsluleit flipann, valið Listi, og síðan valin tínslan sem á að vinna með.

  3. Ef hólf eru notuð tilgreinir Microsoft Dynamics NAV úr hvaða hólfi á að tína vöruna með því að leggja til sjálfgefna hólf vörunnar í reitnum Hólfakóti í tínslulínunum. Hægt er að skipta um hólf í þessum glugga ef með þarf.

  4. Ef prenta á tínslulista fyrir línurnar í glugganum er farið á flipann Aðgerðir og Prenta valið til að opna skýrslugluggann Tínslulisti.

  5. Tínslan er framkvæmt og magnið sem var tínt fært inn í reitnum Magn til afgreiðslu.

    Ef taka þarf vörur úr einni línu úr fleiri en einu hólfi i en eitt hólf skal velja á flýtiflipanum Línur , Aðgerðir og því næst velja Skipta línu. Nánari upplýsingar eru í Línum skipt.

  6. Þegar tínslunni er lokið skal bóka tínsluskjalið.

Í bókunarferlinu er afhending upprunaskjalslínanna sem hafa verið tínd bókuð eða notkun ef um er að ræða framleiðslupantanir. Ef hólf eru notuð í birgðageymslunni stofnar bókunin einnig vöruhúsafærslur til að bóka magnbreytingar í hólfum.

Hægt er að sjá upplýsingar um bókaðar tínslur í glugganum Bókuð birgðatínsla.

Til að eyða birgðatínslulínum

Ef vörur í birgðatínslu eru ekki tiltækar er hægt að eyða þeim birgðatínslulínum eftir bókun og eyða síðan birgðatínsluskjalinu. Upprunaskjalið, til dæmis sölupöntun eða framleiðslupöntun, mun hafa eftirstandandi hluti til tínslu, sem hægt er að fá með nýrri birgðatínslu síðar þegar hlutirnir verða tiltækir.

Viðvörun
Þetta ferli er ekki mögulegt ef rað- og lotunúmer eru tilgreind í upprunaskjalinu. Til dæmis ef sölupöntunarlína inniheldur rað-/lotunúmer, þá verður þeirri rakningarlýsingu vöru eytt ef birgðatínslulínunni fyrir rað-/lotunúmerið er eytt.

Ef birgðatínslulínur hafa rað- eða lotunúmer sem ekki eru tiltæk má ekki eyða viðkomandi línum. Í staðinn skal breyta reitnum Magn til afgreiðslu í núll, bóka raunverulegar tínslur og eyða síðan birgðatínsluskjalinu. Þetta tryggir að hægt er að endurgera birgðatínslulínurnar fyrir þessi rað-/lotunúmer úr sölupöntuninni seinna.

Ábending

Sjá einnig