Opnið gluggann Birgðahreyfing.

Tilgreinir leiðbeiningar sem starfsmaður í vöruhúsinu fylgir til að færa vörur milli hólfa í einfaldri vöruhúsastillingu eftir beiðni frá innri upprunaskjölum eða vegna fyrri handvirkra hreyfinga.

Upplýsingar um hvernig á að færa vörur handvirkt, þ.e. að færa vörur án upprunaskjala, eru í Hreyfing innanhúss.

Í ítarlegri vöruhúsagrunnstillingu skal nota gluggann Vinnublað hreyfingar til að færa vörur milli hólfa. Nánari upplýsingar eru í Hvernig á að færa vörur með ítarlegum vöruhúsaaðgerðum.

Hver birgðahreyfing felur í sér bæði taka- og setja-aðgerð, skráir einungis vöruhúsafærslur og er hægt að framkvæma með eða án upprunaskjala. Þetta gerir birgðahreyfingar gagnlegar til að flytja vörur í og úr innri starfsemi, eins og framleiðslu- og þjónustudeildum, þar sem bókun varanna sér stað sérstaklega sem notkun, afhending, eða annað.

Nánari upplýsingar um birgðahreyfingu íhluta eru í Hvernig á að færa íhluti á aðgerðasvæði með einföldum vöruhúsaaðgerðum.

Til að færa vörur fyrir upprunaskjöl með birgðahreyfingum þarf að uppfylla eftirfarandi gagna- og uppsetningarskilyrði:

Nánari upplýsingar fást í reitnum Hólfkóti í birgðahreyfingalínum.

Studd upprunaskjöl

Flest vöruhúsaaðgerðaskjöl eru stofnuð úr mismunandi upprunaskjölum samkvæmt vöruflæði þeirra í vöruhúsinu eða flæði þeirra inn og út úr birgðum fyrirtækisins. Þar sem birgðahreyfingar styðja eingöngu innri flæði á milli hólfa í innan vöruhússins, má nota þær úr næstum öll upprunaskjölum sem eiga við starfsemi deilda innan fyrirtækisins. Eftirfarandi upprunaskjöl eru studd.

Upprunaskjal Lýsing

Útgefin framleiðslupöntun

Til að færa íhluti í hólf sem táknar það svæði eða framleiðsluforða þar sem þeir verða notaðir í framleiðslu.

Til athugunar
Íhluti framleiðslupöntunar er einnig hægt að flytja í glugganum Birgðatínsla.

Samsetningarpöntun

Til að færa íhluti í hólf sem táknar það svæði þar sem þeir verða notaðir í samsetningu.

Til athugunar
Ef hreyfing er til staðar fyrir samsetningarpöntun þegar vara er samsett úr sölupöntun er hægt að láta stofna birgðahreyfingaskjalið sjálfkrafa þegar birgðatínsluskjalið sem tekur við fullunnu samsetningarvörunni og bókar afhendingu er búið til. Til að setja þetta upp þarf að velja Stofna hreyfingar sjálfkrafa í glugganum Uppsetning á samsetningu.

Nánari upplýsingar eru í hlutanum „Meðhöndlun íhluta pantanasamsetninga við birgðatínslu” í Birgðatínsla.

Ábending

Sjá einnig