Þegar vöruhúsið krefst tínsluvinnslu en ekki afhendingarvinnslu er glugginn Birgðatínsla notaður til að skipuleggja og skrá tínslu íhluta.
Til athugunar |
---|
Í ítarlegri vöruhúsagrunnstillingu þar sem staðsetningar þarfnast bæði tínslu og afhendingar er vöruhúsatínsla notuð til að færa í framleiðslupantanir. |
Í einfaldri vöruhúsagrunnstillingu er einnig hægt að tína fyrir framleiðslu með glugganum Birgðahreyfing.
Til athugunar |
---|
Hér á eftir er mikilvægur mismunur sem er á milli birgðatínslu og birgðahreyfinga.
|
Áður en hægt er að tína eða færa íhluti fyrir upprunaskjöl, gildir sú kerfisforsenda að vöruhúsabeiðni á útleið sé til staðar til að tilkynna vöruhúsasvæðinu um íhlutsþörfina. Vöruhúsabeiðnin út er stofnuð hvenær sem framleiðslupöntunarstaðan breytist í Útgefin eða þegar útgefna framleiðslupöntunin er stofnuð.
Íhlutir tíndir úr birgðatínsluskjalinu:
Í reitnum Leit skal færa inn Birgðatínslur og velja síðan viðkomandi tengil.
Til að komast í íhluti framleiðslupöntunarinnar, á Aðgerðir flipanum í Aðgerðirflokknum, skal velja Sækja upprunaskjöl og síðan velja útgefna framleiðslupöntunina.
Tínslan er framkvæmd og tínsluupplýsingarnar skráðar í glugganum Birgðatínsla.
Þegar línurnar eru tilbúnar til bókunar er farið á flipann Heim , flokkinn Vinna og Bóka valið. Bókunin stofnar nauðsynlegar vöruhúsafærslur og bókar notkun varanna.
Einnig er hægt að stofna Birgðatínslu beint úr útgefnu framleiðslupöntuninni. Á flipanum Aðgerðir í flokknum Vöruhús veljið Stofna birgðafrágang/tínslu/hreyfingu og veljið síðan svæðið Stofna birgðatínslu á flýtflipanum Valkostir í beiðniglugganum. Hægt er að prenta tínslulista með því að velja reitinn Prenta fylgiskjal.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |