Opnið gluggann Samsetningarpöntun.
Tilgreinir hvaða og hversu margar vörur á að setja saman og hvaða íhlutir (vörur eða forði) fara í samsetningarvöruna.
Eins og framleiðslupantanir eru samsetningarpantanir innri pantanir sem eru ekki ætlaðar fyrir viðskiptavini eða lánardrottna og eru notaðar til að stjórna stofnun seljanlegra vara sem eru settar upp eins og samsetningarvörur. Samsetningarpantanir eru ólíkar öðrum pöntunartegundum því þær fela í sér bæði frálag, eða jákvæða leiðréttingu, og notkun, eða neikvæða leiðréttingu, við bókun. Hvað þetta varðar hagar haus samsetningarpöntunarinnar sér með svipuðum hætti og sölupöntunarlína og samsetningarpöntunarlínur haga sér með svipuðum hætti og notkunarfærslubókarlínur. Frekari upplýsingar um stofnun samsetningapantana eru í Hvernig á að sameina vörur.
Samsetningarvaran er seljanleg vara sem inniheldur samsetningaruppskrift. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að búa til samsetningaruppskriftir. Að auki er hægt að setja upp samsetningu samsetningarvöru fyrir pöntun eða samsetningu í lager. Þetta fer eftir því hversu mikið þarf að sérsníða til að uppfylla pöntun viðskiptavinar fyrir vöruna. Frekari upplýsingar eru í Setja saman í pöntun eða setja saman í birgðir.
Til að styðja tímanlega birgðaáætlun eða getuna til að sérsníða vörur eftir þörfum viðskiptavina eru samsetningarpantanir sjálfkrafa búnar til og tengdar við sölupöntunarlínur í flæðum samsetningar í pöntun. Tengingin milli sölueftirspurnarinnar og framboðssamsetningarinnar gerir sölupantanagjörvum kleift að sérsníða samsetningarvöruna hvenær sem er, lofa afhendingardagsetningum samkvæmt framboði íhluta og bóka frálag og afhendingu samsettu vörunnar beint úr sölupöntunarviðmóti. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að selja sem eru settar saman í pöntun.
Hægt er að nota samsetningarpantanir í afbrigði af eftirfarandi fyrirtækjategundum.
Tegund | Lýsing |
---|---|
Létt framleiðsla | Færa eða fresta léttum aðgerðum úr vinnusölum í vöruhús eða dreifingarmiðstöðvar. |
Kitting | Tíma og pakka söluvörur saman í setti, svo sem gjafakörfu. |
Flýtiflipinn Almennt:
Tilgreinir samsetningarvöru og hversu margar einingar á að setja saman, að hluta til eða í heild.
Haus samsetningarpöntunarinnar hagar sér að einhverju leyti eins og sölupöntunarlína, þannig að hægt er að skilgreina í svæðinu Magn til að setja saman hversu margar einingar af samsetningarvöru eigi að bóka í hvert sinn sem samsetningarpöntun er bókuð.
Reitirnir Upphafsdagsetning og Lokadagsetning sýna að samsetning gæti falið í sér meðhöndlunartíma, til dæmis þann sem skilgreindur er í Jöfnun afhendingartíma í samsetningaruppskriftum, til að setja vöruna saman fyrir dagsetninguna í reitnum Skiladagsetning.
Svæðið Setja saman í pöntun inniheldur Já ef samsetningarpöntunin tengist sölupöntunarlínu. Hægt er að smella á reitinn til að opna viðkomandi sölupöntun.
Flýtiflipinn Línur
Tilgreinir hvaða og hversu margir íhlutar (vörur eða forði) fara í stofnun samsetningarvörunnar sem skilgreind er í samsetningarpöntunarhausnum. Þegar valið er Forði í reitnum Tegund er hægt að skilgreina vél eða einstakling sem krafist er að setji hlutinn saman.
Einnig er hægt að hafa reitinn Tegund auðan ef aðeins á að færa texta inn í samsetningarlínuna, t.d.d til að lýsa vöru að samsetningarskrefi.
Safn sjálfgefinna samsetningapantanalína eru ákvarðaðar af samsetningaruppskrift samsetningarvörunnar, en hægt er að breyta línunum að vild, til dæmis til að sérsníða samsetningarpöntunina að beiðni viðskiptamanns þegar hún er tengd við sölupöntunarlínu. Í samræmi við það er einnig hægt að auka eða minnka magn af íhlutum sem bóka á sem notaðir við samsetningu.
Til að endurstilla samsetningarpöntunarlínur samkvæmt samsetningaruppskrift er smellt á Aðgerðir, og síðan smellt á Endurnýja línur.
Í reitnum Magn til notkunar skilgreinið hversu margar einingar af samsetningaríhlut eigi að bóka í notkun í hvert skipti sem samsetningarpöntun er bókuð. Upplýsingar um tínslu íhluta fyrir innri starfsemi, svo sem í samsetningarpöntunum, eru í Hvernig á að færa íhluti á aðgerðasvæði með einföldum vöruhúsaaðgerðum.
Til athugunar |
---|
Íhluti fyrir samsetningarpöntun er ekki hægt að tína né bóka með birgðatínslum. Í staðinn skal nota birgðahreyfingar. |
Flýtiflipinn Bókun
Tilgreinir hvert og með hvaða virði samsetningaríhluturinn er bókaður.
Til athugunar |
---|
Reitirnir Kóti birgðageymslu og Hólfkóti eiga við samsetningarvöruna, sem þýðir að þeir skilgreina hvar bóka skuli frálag sem jákvæða birgðaleiðréttingu. |
Þar sem ráðlegt er að keyra út á sama stað og íhlutir eru notaðir, mun kerfið leggja það til að alltaf verði stuðst við sama birgðageymslukótann í samsetningarpantanalínunum þegar kóti er valinn í þessum Kóti birgðageymslu reit. Þetta á EKKI við þegar kóði í reitnum Hólfakóði er valinn þar sem ekki er mælt með því að samsetta frálagið sé sett í íhlutahólf.
Hægt að skilgreina sjálfgefna staðsetningu fyrir allar handunnar samsetningarpantanir með því að fylla inn í reitinn Sjálfgefin staðsetning fyrir pantanir í glugganum Uppsetning samsetningar. Þá staðsetningu má svo setja upp með hólfkóta í svæðinu Frá-samsetning hólfkóta.
Ef afturkalla þarf bókun samsetningarpöntunar, til dæmis til að leiðrétta mistök fyrir endurbókun eða til að afturkalla frálag samsetningarinnar er hægt að smella á Afturkalla samsetningu úr bókuðu samsetningarpöntuninni. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að afturkalla samsetningarbókun.
Tæknilegar upplýsingar um stofnun og vinnslu færslna samsetningarpantana eru í Hönnunarupplýsingar: Bókun samsetningarpöntunar.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um notkun notandaviðmótsins eru í Vinna með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |
Sjá einnig
Áfyllingarkerfið
Mótfærsla afhendingartíma
Hólfkóti samsetningar á útleið
Hvernig á að búa til samsetningaruppskriftir
Hvernig á að selja sem eru settar saman í pöntun
Samsetningaruppskriftir eða framleiðsluuppskriftir
Setja saman í pöntun eða setja saman í birgðir
Hönnunarupplýsingar: Bókun samsetningarpöntunar
Hvernig á að færa íhluti á aðgerðasvæði með einföldum vöruhúsaaðgerðum
Notkunarbók
Sölupöntun
Tilvísun
Samsetning tiltækMagn til samsetningar
Samsetning til pöntunar
Magn til notkunar
Sjálfgefin staðsetning fyrir pantanir
Upphafsdagsetning
Lokadagsetning
Tengill í samsetningar í pöntun
Birgðahreyfing
Samsetningarlína