Tilgreinir hólfið á samsetningarsvæðinu þar sem fullunnar samsetningarvörur eru bókaðar þegar þær eru settar saman á lager. Hægt er að færa samsetninguna úr þessu hólfi í önnur geymsluhólf.
Þessi uppsetning er aðeins möguleg fyrir staðsetningar þar sem reiturinn Hólf nauðsynlegt er valinn.
Viðbótarupplýsingar
Gildið í þessum reit er sjálfkrafa sett inn í reitinn Hólfkóti á samsetningarpantanahausum þegar þessi staðsetningarkóði er settur í reitinn Kóti birgðageymslu á samsetningarpöntunarhausnum.
Samsetningarvörur sem eru settar saman til sölupantana verður að afhenda þegar í stað í stað þess að fara í geymslu. Frekari upplýsingar um hvernig staðsetning er stillt fyrir þetta flæði fylgja með reitnum Hólfk. send. samsetn. í pöntun.
Hólfakótar sem eru settir upp á birgðageymsluspjöldum skilgreina sjálfgefið vöruhúsaflæði fyrir tiltekna vöruhúsaaðgerðir, svo sem notkun á íhlutum á samsetningarsvæði. Viðbótaraðgerðir eru til sem tryggja að þegar vörur eru settar í sjálfgefið hólf er ekki hægt að færa þær eða tína fyrir aðrar aðgerðir. Nánari upplýsingar eru í leiðbeiningum um notkun reitsins Sérstakt í glugganum Hólf.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |