Opnið gluggann Þjónustuupplýsingar.
Inniheldur yfirlit yfir innihald alls þjónustuskjalsins (tilboðs, reiknings eða kreditreiknings), sundurliðun um tilteknar þjónustulínur skjals og sundurliðun vara í þjónustuskjalinu. Einnig er hægt að nota gluggann Þjónustuupplýsingar til að sjá hvaða upphæðir verða bókaðar.
Glugginn er tvískiptur; haus og línur. Hausinn er með þrjá flýtiflipa: Almennt, Þjónustulína og Viðskiptamaður. Almennt, Sundurliðað, Afhenda, Þjónustulína og Viðskiptamaður. Þessir flýtiflipar sýna upplýsingar eins og magn, upphæð, VSK, kostnað, framlegð og hámarksskuld viðskiptamanns. Upphæðirnar í glugganum eru á sama gjaldmiðli og þjónustuskjalið, nema annað sé tilgreint.
Flestir reitir eru eins á flýtiflipunum Almennt og Þjónustulína, en innihald þeirra er mismunandi:
-
Flýtiflipinn Almennt sýnir upplýsingar um allt þjónustuskjalið. Kerfið notar gildin í reitnum Magn á öllum þjónustulínunum í fylgiskjalinu til að sækja upplýsingarnar.
-
Flýtiflipinn Þjónustulína birtir upplýsingar um allar gerðir þjónustulína í viðeigandi þjónustuskjali. Af þeim sökum eru upphæðir fyrir vörur, forða, kostnað og fjárhagsreikninga sýndar aðskildar.
Í reitunum á flýtiflipunum Almennt og Þjónustulína eru eftirfarandi upplýsingar um viðkomandi magntölur og upphæðir:
Upphæð án VSK eða Upphæð með VSK | Þessi reitur sýnir nettóupphæð allra línanna í þjónustuskjalinu. Þessi upphæð getur verið með eða án VSK, allt eftir gildinu í reitnum Verð með VSK í haus þjónustuskjalsins. Upphæðin er ekki með reikningsafslætti en inniheldur línuafslætti. |
Reikningsafsl.upphæð | Þessi reitur sýnir upphæð reikningsafsláttarins fyrir allt þjónustuskjalið. Ef gátmerki er í reitnum Reikna reikn.afsl. í glugganum Sölugrunnur hefur afslátturinn verið reiknaður sjálfkrafa. Annars er hann reiknaður þegar smellt er á Aðgerðir, vísað á Aðgerðir og smellt á Reikna reikningsafsl. |
Alls utan VSK | Þessi reitur sýnir heildarupphæð að frátalinni reikningsafsláttarupphæð þjónustuskjalsins. Upphæðin telur ekki með VSK. |
% VSK eða VSK-upphæð | Þessi reitur sýnir heildarupphæð VSK sem hefur verið reiknuð fyrir allar línur í þjónustuskjalinu. |
Brúttóupphæð | Þessi reitur birtir brúttóupphæðina í þjónustuskjalinu, með VSK. Þessi upphæð verður bókuð í reikning viðskiptamannsins fyrir allar línur í þjónustuskjalinu. |
Sala (SGM) | Þessi reitur sýnir upphæðina í reitnum Samtals að ofan eins og hún er yfirfærð í SGM. |
Upphaflegur kostnaður (SGM) | Þessi reitur sýnir heildarkostnað (í SGM) fjárhagsreikningsfærslna, kostnaðar, vara og/eða forðastunda á þjónustuskjali. Kostnaðurinn er reiknaður með því að margfalda kostnaðarverð með magni viðeigandi vara, forða og/eða kostnaðar. |
Leiðréttur kostnaður (SGM) | Þessi reitur birtir heildarkostnað vara í þjónustuskjalinu, í SGM, sem leiðréttur hefur verið samkvæmt breytingum í upphaflegum kostnaði þessara vara. Ef gildið í reitnum er jafnt núlli merkir það að engar gildisfærslur eru til staðar til að reikna, mögulega vegna gagnaþjöppunar eða vegna þess að leiðréttingarkeyrslan (Leiðr. kostnað - Birgðafærslur) hefur ekki verið keyrð. |
Upphæð kostnaðarleiðr. (SGM) | Þessi reitur birtir mismuninn á milli upphaflega kostnaðarins og leiðrétts heildarkostnaðar vara í þjónustuskjalinu. Núllgildi í reitnum merkir eitt af eftirfarandi: upphaflegur kostnaður og leiðréttur heildarkostnaður er jafn eða engar færslur eru til staðar til útreiknings, hugsanlega vegna gagnaþjöppunar. |
Upphafleg framlegð (SGM) | Þessi reitur birtir upphæð upphaflegrar framlegðar fyrir þjónustuskjal (í SGM). Kerfið reiknar upphæðina sem mismun milli gilda í reitunum Upphæð án VSK (Með VSK) og Upphafleg framlegð (SGM). |
Leiðrétt framlegð (SGM) | Þessi reitur birtir upphæð framlegðar fyrir þjónustuskjal, í SGM, sem leiðrétt hefur verið vegna breytinga í upphaflegum kostnaði vöru. Kerfið reiknar upphæðina sem mismun milli gilda í reitunum Upphæð án VSK (Með VSK) og Leiðréttur kostnaður (SGM). Núll í þessum reitum merkir að engar færslur eru til staðar í útreikning, hugsanlega vegna gagnaþjöppunar. |
Upphafleg framlegðar% | Þessi reitur birtir upphæð upphaflegrar framlegðar þjónustuskjalsins, gefið upp sem prósenta af upphæðinni í reitnum Upphæð. |
Leiðrétt framlegðar% | Þessi reitur birtir upphæð leiðréttrar framlegðar þjónustuskjalsins, gefið upp sem prósenta af upphæðinni í reitnum Upphæð. |
Magn | Þessi reitur sýnir magn allra fjárhagsreikningsfærslna, vara og/eða forða í þjónustuskjalinu. Ef sléttuð upphæð stafar af því að gátmerkið Sléttun reiknings í töflunni Sölugrunnur var valið er magn vara, forðastunda, kostnaðar og/eða fjárhagsreikningsfærslna í þjónustuskjalinu plús einn í reitnum Magn. |
Pakkningar | Þessi reitur sýnir magn pakkninga varanna sem tilgreindar eru í þjónustulínunum í fylgiskjalinu. |
Nettóþyngd | Þessi reitur sýnir nettóþyngd varanna sem tilgreindar eru í þjónustulínunum í fylgiskjalinu. |
Brúttóþyngd | Þessi reitur sýnir brúttóþyngd varanna í þjónustulínunum í fylgiskjalinu. |
Rúmmál | Þessi reitur sýnir rúmmál varanna í þjónustulínunum í fylgiskjalinu. |
Upphæðin í reitnum Brúttóupphæð er sléttuð samkvæmt innihaldi reitsins Sléttunarnákvæmni reikninga í gjaldmiðilstöflunni fyrir viðeigandi gjaldmiðil. Gildin í reitunum Upphæð án VSK (með VSK), Kostnaður (ISK) og Framlegð (ISK) eru sléttuð samkvæmt innihaldi í reitnum Upph. sléttunarnákvæmni í gjaldmiðilstöflunni.
Reitirnir á flýtiflipanum Almennt sýna eftirfarandi upplýsingar:
Staða (SGM) | Þessi reitur sýnir stöðu á reikningi viðskiptamanns. |
Hámarksskuld (SGM) | Tveir reitir sýna upplýsingar um hámarksskuld viðskiptamanns. Fyrri reiturinn sýnir hámarksskuld viðskiptamannsins, sem þjónustuskjalið var stofnað fyrir, sem upphæð. Seinni reiturinn sýnir framvindustiku fyrir prósentu hámarksskuldar sem viðskiptamaður hefur notað. |
Línurnar í neðri hluta gluggans Þjónustuupplýsingar birta sundurliðun VSK% fyrir upphæðirnar í þjónustuskjalinu.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um notkun notandaviðmótsins eru í Vinna með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |