Þegar búið er að stofna þjónustuskjal, þ.e. tilboð, reikning eða kreditreikning, og fylla út í línurnar er hægt að sjá heildarupphæðina sem verður til í glugganum Þjónustuupplýsingar fyrir viðkomandi skjal.

Þjónustuupplýsingar skoðaðar:

  1. Stofna þjónustutilboð, reikning, eða kreditreikning. Síðan er fyllt út í haus og línur í skjalinu með viðeigandi upplýsingum.

  2. Á flipanum Færsluleit, í flokknum Tilboð, Reikningur eða Kreditreikningur, skal velja Upplýsingar.

    Glugginn Þjónustuupplýsingar fyrir skjalið opnast.

  3. Á flýtiflipanum Almennt er hægt að sjá yfirlitsupplýsingar um allt þjónustuskjalið, svo sem heildarupphæð, VSK, kostnað, framlegð o.s.frv.

  4. Á flýtiflipanum Þjónustulína eru upphæðir fyrir margskonar þjónustulínur í þjónustuskjalinu. Upphæðirnar eru sýndar sérstaklega fyrir vörur, forða, kostnað og fjárhagsreikninga.

  5. Á flýtiflipanum Viðskiptamaður er hægt að skoða grunnbókhaldsupplýsingar fyrir viðskiptamanninn sem þjónustuskjalið var búið til fyrir.

Til athugunar
Ef eitthvað þarfnast leiðréttingar er hægt að fara aftur í þjónustuskjalsgluggann og gera nauðsynlegar breytingar.

Ábending

Sjá einnig