Tilgreinir grunn fyrir þjónustutilboð, pantanir, reikninga og kreditreikninga.
Í þjónustuhausnum eru almennar upplýsingar um tiltekið þjónustuskjal. Taflan tilgreinir upplýsingar um viðskiptamanninn, þjónustuskjalsnúmer, stöðu þjónustupöntunar, svartíma, viðskiptamanninn sem reikningsfært er á, afhendingar, upphafs- og lokadagsetningar, yfirlit yfir varahluti, gjaldmiðil, o.s.frv.
Fyrir hvert þjónustuskjal tengir kerfið þjónustuhausinn við eina eða fleiri þjónustulínur.