Eiginleikinn þjónustuupplýsingar gerir mögulegt að fá snöggt yfirlit yfir innihald alls þjónustuskjalsins, þ.m.t. tilboð, reikninga eða kreditreikninga, sundurliðun á ákveðnum þjónustulínum og vörur í skjalinu. Þessi eiginleiki auðveldar notandanum að sjá upphæðirnar sem verða bókaðar ef þjónustuskjalið verður bókað.
Upplýsingarnar sem eiga við samsvarandi skjal eru sýndar í upplýsingaglugganum fyrir þjónustu. Hægt er að opna viðeigandi upplýsingaglugga úr tilboði reikningi eða kreditreikningi. Fyrir hverja þessara tegund skjala, á flipanum Heim, í flokknum Vinna, skal velja Upplýsingar. Til dæmis úr glugganum Þjónustureikningar, á flipanum Heim, í flokknum Vinnsla, skal velja Upplýsingar. Glugginn Þjónustuupplýsingar veitir tölfræðileg gögn sem eru flokkuð í þrjá flýtiflipa: Almennt, Þjónustulína og Viðskiptamaður. Þessir flýtiflipar sýna upplýsingar eins og magn, upphæð, VSK, kostnað og hámarksskuld viðskiptamanns. Upphæðirnar í glugganum eru á sama gjaldmiðli og þjónustuskjalið, nema annað sé tilgreint.
Flýtiflipinn Almennt:
Nota skal þennan flýtiflipa til að sjá samtölur þjónustuskjalsins. Þetta felur í sér samtölur í þjónustulínum (með og án VSK), VSK hluta og kostnað og framlegð á þjónustulínum. Á flýtiflipanum má einnig sjá sérstakar vörutengdar upplýsingar um vörurnar sem sjá má í þjónustulínunum, svo sem þyngd, rúmmál og magn pakkninga.
Flýtiflipi Þjónustulína
Nota þennan flýtiflipa til að greina upplýsingar sem settar eru fram á flýtiflipanum Almennt með tegundum þjónustulína sem hafðar eru með í viðeigandi þjónustuskjali. Upphæðir sýndar sérstaklega fyrir:
-
Vörur
-
Forði
-
Kostnaður og fjárhagslyklar
Flýtiflipinn Viðskiptam.
Þessi flýtiflipi sýnir stöðuna á reikningi viðskiptamanns og jafnframt hámarkskredit sem hægt er að úthluta viðskiptamanni sem þjónustuskjalið var búið til fyrir.
Línurnar neðst í Þjónustuupplýsingaglugganum sýna sundurliðun VSK í þjónustuskjalinu.