Opnið gluggann Bókuð þjónustuafhending.
Inniheldur þjónustupantanir sem búið er að afhenda. Í honum er einnig hægt að skoða bókað þjónustuafhendingarskjal sem kerfið stofnar þegar þjónustureikningur er stofnaður handvirkt. Í þessu tilviki stofnar kerfið bókaða afhendingu eingöngu ef reiturinn Afhendist á reikning í glugganum Þjónustukerfisgrunnur er með gátmerki.
Glugginn Bókuð þjónustuafhending er mjög svipaður glugganum Þjónustupöntun, utan þess að innihalda frekari upplýsingar um afhendinguna. Hann inniheldur haus með flýtiflipum fyrir ýmsar gerðir upplýsinga um afhendinguna, sem og línur með upplýsingum um vörur sem voru þjónustaðar.
Til að fá hjálp varðandi tiltekinn reit er smellt á reitinn og stutt á F1.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um notkun notandaviðmótsins eru í Vinna með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |