Tilgreinir þjónustukostnað í þjónustuafhendingu. Þar með talið eru varahlutir (vörur), forðastundir og almennur kostnaður, sem og vörumagn og einingaverð, afsláttar- og skattaprósenta o.s.frv. Gögnin eru notuð í línur bókaðrar þjónustuafhendingar.
Í þjónustuafhendingu eru þjónustuafhendingarlínur tengdar haus þjónustuafhendingar sem inniheldur almennar upplýsingar um bókaða afhendingu (viðskiptamaður, greiðsluskilmálar, svartími o.s.frv.).
Kerfið afritar upplýsingarnar úr töflunni Þjónustulína þegar þjónustupöntunin er bókuð með valkostinum Afhenda eða Afhenda og reikningsfæra.
Til athugunar |
---|
Bókun úr þjónustupöntun er ekki eina leiðin til að stofna bókuðu þjónustuafhendinguna. Ef reiturinn Afhendist á reikning í glugganum Þjónustukerfisgrunnur er með gátmerki stofnar kerfið einnig afhendingu þegar handvirkt stofnaður þjónustureikningur er bókaður. |
Ekki er hægt að breyta neinum reitanna í þjónustuafhendingarlínunum þar sem afhendingin hefur þegar verið bókuð.