Eiginleikinn Þjónustuupplýsingar gerir mögulegt að fá yfirlit yfir upplýsingar um innihald bókaðra þjónustuskjala, eins og til dæmis bókaðra afhendinga, bókaðra reikningsfærslna og bókaðra kreditreikninga.
Upplýsingarnar sem eiga við samsvarandi bókað þjónustuskjal eru sýndar í upplýsingaglugganum. Hægt er að opna viðeigandi upplýsingaglugga úr bókaðri þjónustuafhendingu, bókuðum þjónustureikningi eða bókuðum þjónustukreditreikningi. Fyrir hverja þessara tegund skjala, á flipanum Heim, í flokknum Vinna, skal velja Upplýsingar. Til dæmis úr glugganum Bókaðir þjónustureikningar, á flipanum Heim, í flokknum Vinnsla, skal velja Upplýsingar.
Upplýsingar þjónustuafhendingar
Í glugganum Upplýsingar þjónustuafhendingar er hægt að fá yfirlit yfir bókaðar þjónustuafhendingar.
Í glugganum er einn flýtiflipi Almennt með upplýsingum um efnislegt innihald afhendingar, eins og til dæmis magn afhentrar vöru, forðastundir eða kostnað og þyngd og rúmmál afhentrar vöru.
Upplýsingar um bókaðan þjónustureikning
Hægt er að skoða tölfræðilegt yfirlit um bókaðan þjónustureikning í glugganum Reikningsupplýsingar þjónustu.
Þessi gluggi felur í sér tvo flýtiflipa: Almennt og Viðskiptam.
-
Á flýtiflipanum Almennt er að finna samtölur bókaðrar þjónustupöntunar. Í gögnunum eru samtölur í þjónustulínum (með og án VSK) sem búið er að bóka sem reikninga, VSK hluta og kostnað og framlegð á bókuðum reikningum. Á flýtiflipanum má einnig sjá sérstakar vörutengdar upplýsingar um vörurnar í þjónustureikningslínunum, svo sem þyngd, rúmmál og magn pakkninga.
-
Flýtiflipinn Viðskiptamaður sýnir stöðuna á reikningi viðskiptamanns og jafnframt hámarkskredit sem hægt er að úthluta viðskiptamanni sem reikningurinn var búinn til fyrir.
Línurnar í neðri hluta gluggans Reikningsupplýsingar þjónustu sýna VSK % sundurliðun upphæðarinnar sem birtist í flýtiflipanum Almennt.
Upplýsingar um bókaðan þjónustukreditreikning
Hægt er að nota gluggann Kreditreikningsupplýsingar þjónustu til þess að fá upplýsingar um línurnar í bókuðum þjónustukreditreikningi.
Í glugganum eru tveir flýtiflipar, Almennt og Viðskiptamaður.
-
Á flýtiflipanum Almennt er að finna samtölur bókaðra kreditreikninga og upplýsingar á borð við magn, upphæð, VSK, kostnað og framlegð. Einnig eru á flýtiflipanum nákvæmari upplýsingar um vörurnar í þjónustulínum bókaðs kreditreiknings, eins og magn, þyngd og rúmmál.
-
Á flýtiflipanum Viðskiptamaður eru almennar upplýsingar um viðskiptamann, það er að segja hámarksskuld og stöðu reiknings.
Línurnar neðst í glugganum Upplýsingar um þjónustukreditreikning sýna upplýsingar um VSK fyrir upphæðirnar í bókuðum kreditreikningi.