Þegar þjónustureikningur, þjónustuafhending eða þjónustukreditreikningur er bókaður flytjast upplýsingarnar í gluggana Bókaður þjónustureikningur, Bókuð þjónustuafhending eða Bókaður þjónustukreditreikningur, eftir því sem við á. Ekki er hægt að færa inn, breyta eða eyða nokkru í þessum gluggum. Hægt er að prenta afhendingu, reikning eða kreditreikning í þessum gluggum.

Eftirfarandi aðgerð notast við bókaðan þjónustureikning sem dæmi, en sama aðferðin á við bókaðar þjónustuafhendingar og bókaða kreditreikninga.

Viðbótarupplýsingar um bókuð þjónustuskjöl skoðaðar

  1. Í reitnum Leita skal færa inn Bókaður þjónustureikningur og velja síðan viðkomandi tengi.

  2. Opna bókaða þjónustureikninginn sem á að skoða.

  3. Til að fá yfirlit yfir bókaðan reikning er farið í flipann Upplýsingar, flokkinn Reikningur og Tölfræði valið.

    Glugginn Upplýsingar um þjónustupöntun opnast. Glugginn sýnir upplýsingar á borð við magn, upphæð, VSK, kostnað, framlegð og hámarksskuld viðskiptamanns fyrir bókaða fylgiskjalið.

Eftir því sem tíminn líður safnast úreltar upplýsingar í þessa glugga. Hægt er að spara pláss í gagnagrunninum með því að eyða skjölum sem þegar er búið að prenta.

Ábending

Sjá einnig