Opnið gluggann Innkaupapantanauppl..

Glugginn birtist þegar smellt er á Pöntun, Upplýsingar úr glugganum Þjónustupöntun. Glugginn sýnir upplýsingar um viðeigandi innkaupapöntun. Glugginn Innkaupapantanauppl. hefur fimm flýtiflipa: Almennt, Reikningsfæra, Afhenda, Fyrirframgreiðsla og Lánardrottinn. Þessir flýtiflipar sýna upplýsingar eins og magn, upphæð, VSK og stöðu lánardrottins.

Innkaupapantanaupplýsingarnar veita góða yfirsýn yfir efni allrar innkaupapöntunarinnar, sundurliðun á tilgreindum innkaupapöntunarlínum og magni sem verður reikningsfært og móttekið.

Upphæðirnar í glugganum Innkaupapantanauppl. eru í sama gjaldmiðli og innkaupaskjalið nema annað sé tekið fram.

Flýtifliparnir Almennt, Reikningsfæra og Afhenda

Reitirnir eru þeir sömu á flýtiflipunum Almennt, Reikningsfæra og Afhenda en gildi reitsins er mismunandi í hverjum flýtiflipa:

  • Flýtiflipinn Almennt sýnir upplýsingar varðandi alla innkaupapöntunina. Heildarmagnið er tiltekið í reitnum Magn á hverri innkaupalínu.
  • Flýtiflipinn Reikningsfæra sýnir upplýsingar um magn vara sem á að reikningsfæra. Magnið sem á að reikningsfæra er tiltekið í reitnum Magn til reikningsf. á hverri innkaupalínu.
  • Flýtiflipinn Afhending sýnir upplýsingar um magn þeirra vara sem verður tekið á móti. Magnið sem á að móttaka er tiltekið í reitnum Magn til móttöku á hverri innkaupalínu.

Upphæðin í reitnum Brúttóupphæð er sléttuð samkvæmt innihaldi reitsins Sléttunarnákvæmni reikninga í töflunni Gjaldmiðill fyrir viðeigandi gjaldmiðil. Kerfið sléttar upphæðirnar í reitunum Upphæð, Afsláttarupphæð birgða, Samtals, og VSK sem upphæðin í reitnum Heildarupphæð með VSK samanstendur af. Upphæðin í reitnum Upphæð (SGM) er sléttuð samkvæmt innihaldi reitsins Sléttunarnákvæmni upphæða í töflunni Gjaldmiðill fyrir viðeigandi gjaldmiðil.

Reitirnir á flýtiflipunum Almennt, Reikningsfæra og Afhenda sýna eftirfarandi upplýsingar um viðeigandi magn (heildarmagn, magn til reikningsfærslu eða magn til móttöku) eins og minnst er á að ofan:

Reitur Lýsing

Upphæð

Þessi reitur sýnir nettóupphæð allra línanna í innkaupapöntuninni. Þessi upphæð er ekki með VSK eða afslætti en felur í sér línuafslátt.

Reikningsafsl.upphæð

Þessi reitur sýnir upphæð innkaupareikningsafsláttar fyrir alla innkaupapöntunina. Ef reiturinn Reikna reikn.afsl. er valinn í glugganum Innkaupagrunnur var afslátturinn reiknaður sjálfkrafa. Að öðrum kosti bsr hann reiknaður þegar aðferðin Reikna reikn.afsl. var notuð.

Samtals

Þessi reitur sýnir heildarupphæð innkaupapöntunarinnar, að frátalinni reikningsafsláttarupphæð og án VSK.

VSK% eða VSK-upphæð

Þessi reitur sýnir heildarupphæð VSK sem hefur verið reiknuð fyrir allar línur í innkaupapöntuninni.

Brúttóupphæð

Þessi reitur sýnir upphæðina ásamt VSK. Á flýtiflipanum Reikningar er þetta upphæðin sem er bókuð á reikning lánardrottins fyrir allar línur á innkaupapöntuninni ef innkaupapöntunin er bókuð sem reikningsfærð.

Innkaup (SGM)

Þessi reitur sýnir upphæðina í reitnum Samtals eins og hún er yfirfærð í SGM.

Magn

Þessi reitur sýnir heildarmagn fjárhagsreikningsfærsla, eignir og/eða vörur í innkaupapöntun. Ef sléttuð upphæð stafar af því að gátmerki er í reitnum Sléttun reiknings í

Reiturinn Magn í glugganum Innkaupagrunnur inniheldur magn vara í innkaupaskjalinu að viðbættri einni.

Pakkningar

Þessi reitur sýnir heildarfjölda pakkninga í sölupöntun.

Nettóþyngd

Þessi reitur sýnir heildarnettóþyngd vara á innkaupapöntun.

Brúttóþyngd

Þessi reitur sýnir heildarbrúttóþyngd vara á innkaupapöntun.

Rúmmál

Þessi reitur sýnir heildarrúmmál vara á innkaupapöntun.

Flýtiflipinn Fyrirframgreiðsla

Reitirnir á flýtiflipanum Fyrirframgreiðsla sýna eftirfarandi upplýsingar:

Reitur Lýsing

Reikn. fyrirfr.gr.upp., m/án VSK

Þessi reitur sýnir upphæð heildarfyrirframgreiðslunnar fyrir pöntunina, fyrir allar línur og alla fyrirframgreiðslureikninga. (Ef svæðið Verð með VSK í innkaupshausnum er með gátmerki er þessi reitur með VSK. Ef svæðið Verð með VSK í innkaupshausnum er ekki með gátmerki er þessi reitur án VSK.)

VSK% eða VSK-upphæð

Þessi reitur sýnir heildarupphæð VSK í fyrirframgreiðslum fyrir allar línur í pöntuninni. (VSK-prósentan er eingöngu tilgreind í reitsheitinu ef allar línur í pöntuninni eru með sömu VSK-prósentu.)

Reikn. fyrirfr.gr.upp., m/án VSK

Þessi reitur sýnir upphæð heildarfyrirframgreiðslunnar fyrir pöntunina, fyrir allar línur og alla fyrirframgreiðslureikninga. (Ef svæðið Verð með VSK í innkaupshausnum er með gátmerki er þessi reitur án VSK. Ef svæðið Verð með VSK í innkaupshausnum er ekki með gátmerki er þessi reitur með VSK.)

Reikn.færð upphæð fyrirframgr.

Þessi reitur sýnir heildarupphæð fyrirframgreiðslunnar sem hefur verið reikningsfærð fyrir pöntunina.

Frádregin upphæð fyrirframgr.

Þessi reitur sýnir upphæð fyrirframgreiðslunnar sem hefur verið dregin frá venjulegum reikningum sem gefnir hafa verið út fyrir pöntunina.

Upphæð fyrirframgr. til frádr.

Þessi reitur sýnir upphæð fyrirframgreiðslunnar sem er dregin frá ef venjulegur reikningur er gefinn út fyrir pöntunina.

Upphæð fyrirframgr. til frádr. fyrir hverja línu = (Reikn.færð upphæð fyrirframgr. - Frádregin upphæð fyrirframgr.) x (Magn til reikningsf. / Magn). Þessi reitur inniheldur summu allra línanna.

Flýtiflipinn Lánardrottinn

Reiturinn á flýtiflipanum Lánardrottinn sýnir eftirfarandi upplýsingar:

Reitur Lýsing

Staða (SGM)

Þessi reitur sýnir stöðu (í SGM) vegna lánardrottins.

Ábending

Sjá einnig