Hægt er að skoða stöðu standandi innkaupapantana í glugganum Upplýsingar um standandi innkaupapöntun. Þetta gæti skipt máli þegar byrjað er að reikningsfæra pöntunina sem búin er til úr standandi innkaupapöntuninni.
Staða standandi innkaupapantana skoðuð:
Í reitnum Leit skal færa inn Standandi innkaupapantanir og velja síðan viðkomandi tengil.
Velja skal standandi innkaupapöntun og því næst Upplýsingar í flokknum Röð á flipanum Færsluleit.
Í glugganum Upplýsingar um standandi innkaupapöntun á flýtiflipanum Almennt er hægt að sjá samantekt á allri pöntuninni byggða á heildarmagni í ýmsum magnreitum í línum standandi innkaupapöntunarinnar.
Á flýtiflipanum Reikningsfærsla er hægt að sjá samantekt byggða á heildarmagni í reitunum Magn til reikningsf. í línum standandi innkaupapöntunarinnar.
Á flýtiflipanum Afhending er hægt að sjá samantekt byggða á heildarmagni í reitunum Magn til móttöku í línum standandi innkaupapöntunarinnar.
Á flýtiflipanum Fyrirframgreiðsla er hægt að sjá samantekt um allar fyrirframgreiddar upphæðir.
Á flýtiflipanum Lánardrottinn er hægt að sjá ákveðnar grunnupplýsingar um lánardrottininn.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |