Tilgreinir hversu mikið af vöru í línu er væntanlegt til móttöku.

Mikilvægt
Þessi reitur er aðeins notaður þegar pantanir eru bókaðar.

Í hvert skipti sem reiturinn Magn er uppfærður fyllir kerfið sjálfkrafa út reitinn Útistandandi magn, eða það magn sem enn hefur ekki verið móttekið, þegar pöntunin er bókuð. Útistandandi magn er mismunurinn á magni og mótteknu magni.

Efni þessa reits má breyta þegar nýjar vörur eru mótteknar.

Við bókun er ekki stofnuð móttaka nema í pöntuninni sé að minnsta kosti ein lína þar sem reiturinn Magn til móttöku er ekki núll. Að öðrum kosti birtast þessi boð:

"Ekkert er til að bóka."

Efni þessa reits má breyta við hlutamóttöku.

Vöruhúsastjórnun og vöruhúsaaðgerðir

Ef birgðageymslan í innkaupapöntunarlínunni er sett upp þannig að hún krefjist móttökuvinnslu er reiturinn Magn til móttöku ekki fylltur út. Ef reynt er að fylla út í þennan reit birtist viðvörun þess efnis að allt sem fært er inn á þessum stað verður hunsað við vöruhúsaðgerðirnar. Hafi vöruhúsaaðgerðir ekki hafist og þess er óskað að pöntun verði flýtt og móttaka og reikningur unnin beint úr innkaupapöntun er þess enn kostur.

Hafi vöruhúsaaðgerðir hafist ræðst gildið í þessum reit og móttökubókun aðeins af vöruhúsamóttökuskjalinu. Ef reynt er að fylla út í þennan reit varar kerfið við því að allt sem fært er inn á þessum stað verður hunsað við vöruhúsaðgerðirnar.

Eigi að sneiða hjá vöruhúsaðgerðum þarf að afturkalla vöruhúsaaðgerðir fyrir þessa línu.

Ábending

Sjá einnig