Þegar búið er að búa til innkaupapöntun og færa inn í línurnar er hægt að skoða niðurstöðutölurnar í glugganum Innkaupapantanauppl.
Upplýsingar um innkaupapantanir skoðaðar:
Í reitnum Leit skal færa inn Innkaupapantanir og velja síðan viðkomandi tengil.
Á flipanum Heim í flokknum Nýtt skal velja Nýtt.
Stofna innkaupapöntun. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að stofna Innkaupapantanir handvirkt:.
Í glugganum Innkaupapöntun á flipanum Færsluleit í flokknum Pöntun veljið Upplýsingar.
Í gluggann Innkaupapantanauppl. á flýtiflipanum Almennt er hægt að sjá samantekt á allri pöntuninni byggða á heildarmagni í hinum ýmsu Magnreitum í línum standandi pöntunarinnar.
Á flýtiflipanum Reikningsfærsla er hægt að skoða samantekt byggða á heildarmagni í reitunum Magn til reikningsf. á línum pöntunarinnar.
Á flýtiflipanum Afhending er hægt að skoða samantekt byggða á heildarmagni í reitunum Magn til móttöku á línum pöntunarinnar.
Á flýtiflipanum Fyrirframgreiðsla er hægt að sjá samantekt um allar fyrirframgreiddar upphæðir.
Á flýtiflipanum Lánardrottinn er hægt að skoða ákveðnar grunnupplýsingar um lánardrottininn.
Til athugunar |
---|
Ef það þarf að leiðrétta eitthvað er hægt að fara aftur í innkaupapöntunina og gera nauðsynlegar breytingar. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |