Oft gæti þurft að skoða lista yfir þjónustupantanir eða þjónustutilboð sem uppfylla ákveðnar kröfur til að geta unnið tilteknar aðgerðir með þeim hverja á eftir annarri. Til dæmis gæti þurft að úthluta forða til þjónustupantana sem tilheyra tilteknum viðskiptamanni.

Yfirlit þjónustupantana/þjónustutilboða skoðað

  1. Í reitnum Leita skal færa inn Afgreiðslustöð og velja síðan viðkomandi tengi.

  2. Í reitnum Fylgiskjalsafmörkun er valin tegund fylgiskjala sem á að skoða. Valkostirnir eru þrír: Pöntun, Tilboð og Allt.

  3. Ef fá á lista yfir fylgiskjöl sem innihalda verkhluta sem er úthlutað tilteknum forða eða forðaflokki þarf að fylla út reitina Forðaafmörkun og Forðaflokksafmörkun og styðja á færslulykilinn.

  4. Ef fá á lista yfir fylgiskjöl með tiltekinni svardagsetningu eða svardagsetningum á tilteknu dagabili þarf að fylla út reitinn Dags. afmörkun svars og styðja á færslulykilinn.

  5. Ef fá á lista yfir fylgiskjöl með tiltekna úthlutunarstöðu eða fylgiskjalsstöðu þarf að fylla út reitinn Úthlutunarafmörkun/Stöðuafmörkun og styðja á færslulykilinn.

  6. Ef fá á lista yfir fylgiskjöl sem tilheyra ákveðnum samningi, viðskiptamanni, svæði er reiturinn Samningsafmörkun/Viðskiptamannaafmörkun/Svæðisafmörkun fylltur út og stutt á færslulykilinn.

  7. Velja skal línu sem samsvarar viðkomandi þjónustupöntun eða þjónustutilboði. Á flipanum Færsluleit, í flokknum Afgreiðslustöð flokkur, skal velja Sýna fylgiskjal.

    Gluggarnir Þjónustupöntun eða Þjónustutilboð opnast og hægt er að vinna í skjalinu. Til að fara aftur í gluggann Afgreiðslustöð skal velja hnappinn Í lagi.

Ábending

Sjá einnig