Þegar þjónustupöntun eða þjónustutilboð hefur verið stofnað og fyllt út er hægt að úthluta forða, til dæmis tæknimönnum, til að framkvæma þjónustuverkhluta sem eru skráðir sem þjónustuvörulínur í skjalinu.

Forða úthlutað út frá þjónustupöntun:

  1. Í reitnum Leita skal færa inn Þjónustupantanir og velja síðan viðkomandi tengi.

  2. Veljið viðkomandi þjónustupöntun og því næst Breyta úr flokknum Stjórna á flipanum Heim.

  3. Smellt er á þjónustuvörulínuna sem samsvarar þjónustuverkhlutanum sem á að úthluta forða.

  4. Á tækjastikunni Línur, á valmyndinni Lína, skal velja Úthlutun forða. Glugginn Úthlutun forða opnast.

  5. Í glugganum Úthlutun forða er valin óvirk úthlutunarfærsla með þjónustuverkhlutanum sem úthluta á forðanum til. Ef óvirka færslan er ekki til er hægt að stofna nýja.

  6. Til að stofna nýja óvirka úthlutunarfærslu skal fara á flipann Aðgerðir og velja Nýtt.

  7. Tilgreinið þjónustuverkhluta með því að fylla út Nr. þjónustuvöru í sömu línu.

  8. Í reitnum Forðanr. er viðeigandi forði valinn. Ef forðinn er hluti af forðaflokki er númer forðaflokksins fært sjálfkrafa inn í reitinn Forðaflokkur nr..

  9. Reitirnir Úthlutunardags. og Úthlutaðar stundir eru fylltir út. Reiturinn Staða er stilltur á Virk. Það þýðir að forðanum hefur verið úthlutað til þjónustuverkhlutans.

Til athugunar
Virkar úthlutunarfærslur geta aðeins verið með einum forða eða forðaflokki í einu fyrir þjónustuvöru í þjónustupöntun.

Ábending

Sjá einnig