Hægt er að úthluta sama forða, til dæmis tæknimanni, eða forðaflokki til allrar þjónustuvöru í þjónustupöntun með því að nota gluggann Úthlutun forða.
Áður en hægt er að úthluta til allrar þjónustuvöru í pöntuninni þarf að úthluta forðanum eða forðaflokknum til einnar þjónustuvöru í pöntuninni.
Úthlutun forða til allrar þjónustuvöru í þjónustupöntun
Í reitnum Leita skal færa inn Afgreiðslustöð og velja síðan viðkomandi tengi.
Flett er upp viðkomandi þjónustupöntun.
Á flipanum Færsluleit, í flokknum Áætlun, skal velja Úthlutun forða. Glugginn Úthlutun forða opnast.
Valin er úthlutunarfærsla með forðanum eða forðaflokknum sem búið er að úthluta. Stundunum sem úthlutað er í Úthlutaðar stundir er skipt milli úthlutunarfærslnanna fyrir alla þjónustuvöru í pöntuninni.
Í flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Úthluta á allar þjónustuvörur.
Úthlutunarfærslur eru stofnaðar fyrir aðra þjónustuvöru í pöntuninni með sama forðanúmeri og úthlutunardagsetningu og línan sem úthlutað var. Úthlutaðar stundir eru þær sem úthlutað var deilt með fjölda þjónustuvöru í pöntuninni. Reiturinn Staða er sjálfkrafa stilltur á Virkt fyrir allar færslur sem voru stofnaðar.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |