Þegar búið er að stofna þjónustupantanir eða -tilboð má nota forðaflokk til ráðstöfunar til að úthluta forðaflokkum til að framkvæma þjónustuverkin í pöntununum eða tilboðunum.
Forða úthlutað út frá forða til ráðstöfunar
Í reitnum Leita skal færa inn Afgreiðslustöð og velja síðan viðkomandi tengi.
Flett er upp viðkomandi þjónustupöntun.
Á flipanum Færsluleit, í flokknum Áætlun, skal velja Úthlutun forða.
Velja skal færslu með þjónustuverkinu sem úthluta á forða til.
Á flipanum Færsluleit, í flokknum Áætlun, skal velja Forðafl. til ráðstöfunar.
Í glugganum Forði til ráðst. (þjónusta) á flipanum Aðgerðir í flokknum Almennur veljið Sýna fylki og veljið forðaflokk sem á að úthluta.
Valin er dagsetning þegar forðaflokkurinn er með nægar vinnustundir til ráðstöfunar til verksins og sem er nálægt svardegi þjónustupöntunar.
Í reitinn Magn til úthlutunar er færður inn stundafjöldinn sem á að úthluta forðanum til þjónustuverksins.
Í flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Úthlutun til að úthluta völdum forðaflokki á valinni dagsetningu.
Reiturinn Staða er sjálfkrafa stillt á Virkt.
Skrefin eru endurtekin fyrir hverja dagsetningu sem á að úthluta forðaflokki til þjónustuverks.
Til athugunar |
---|
Virkar þjónustupöntunarúthlutunarfærslur geta aðeins verið með úthlutunina Virkt með einum forða eða forðaflokki í einu fyrir þjónustuvöru í þjónustupöntun. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |