Ef forðinn sem þjónustuverkhluta er úthlutað getur ekki lokið við verkið verður að endurúthluta þjónustuverkhlutanum forða. Yfirleitt er forða endurúthlutað til þjónustuverkhluta með Afgreiðslustöð.

Forða endurúthlutað út frá afgreiðslustöð

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Afgreiðslustöð og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Í reitnum Úthlutunarafmörkun skal velja Þarf að endurúthluta. Nú sýnir glugginn Afgreiðslustöð lista yfir þjónustupantanir sem fela í sér þjónustuverkhluta þar sem þarf að endurúthluta.

  3. Velja skal viðeigandi þjónustupöntun. Á flipanum Færsluleit, í flokknum Áætlun, skal velja Úthlutun forða. Glugginn Úthlutun forða opnast.

  4. Valin er úthlutunarfærslu þess þjónustuverkhluta sem á að endurúthluta forða.

  5. Í reitnum Forðanr. er viðeigandi forði valinn. Hann kemur í staðinn fyrir forðanúmerið sem þegar er í reitnum.

  6. Ýtt er á færsluhnappinn. Svarglugginn Ástæður endurúthlutunarfærslu opnast og spyr hvort endurúthluta eigi þessari færslu. Fyllið út reitinn Ástæðukóti ef það á við og veljið hnappinn Í lagi til að staðfesta endurúthlutun.

  7. Reitirnir Úthlutunardags. og Úthlutaðar stundir eru fylltir út. Nú sýnir færslan nýjan forða og staðan er Virk .

    Til athugunar
    Eldri færslan er enn til en kerfið uppfærir stöðuna með eftirfarandi hætti:

    1. Hafi þjónustan hafist þegar úthlutun var Virk hafi viðgerðarstaða þjónustuvörunnar í færslunni breyst í Í vinnslu breytist úthlutunarstaðan úr Þarf að endurúthluta í Lokið.
    2. Hafi þjónusta ekki hafist á meðan úthlutun var Virk breytist úthlutunarstaðan úr Þarf að endurúthluta í Hætt við.
    3. Ef endurúthlutað er þjónustupöntun sem breytt var úr tilboði breytir kerfið alltaf stöðu úthlutunarfærslnanna sem skráðar eru fyrir tilboðið í Lokið þegar þjónustuvörunum í þjónustupöntuninni er endurúthlutað.

  8. Skrefin eru endurtekin fyrir hvern lið þjónustukostnaðar sem á að endurúthluta.

Ábending

Sjá einnig