Ef þarf að hætta við úthlutun forða til dæmis tæknimanna til þjónustuverka án þess að endurúthluta þurfi verkunum beint má afturkalla úthlutunina.
Hætt við úthlutanir:
Í reitnum Leita skal færa inn Afgreiðslustöð og velja síðan viðkomandi tengi.
Flett er upp viðkomandi þjónustupöntun. Á flipanum Færsluleit, í flokknum Áætlun, skal velja Úthlutun forða. Glugginn Úthlutun forða opnast.
Valin er úthlutunarfærslan með þjónustuverkhlutanum sem hætta á við úthlutun fyrir.
Í flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Hætta við úthlutun.
Svargluggi birtist. Í reitnum Ástæðukóti veljið viðeigandi ástæðukóta.
Velja hnappinn Já til að staðfesta afturköllunina.
Í reitnum Staða er valkosturinn Þarf að endurúthluta sjálfkrafa valinn. Ef viðgerðarstaða þjónustuvörunnar er Upphaflegt er viðgerðarstöðu breytt í Verki vísað (engin þjónusta hefur verið veitt). Ef viðgerðarstaðan er Í vinnsluer viðgerðarstöðunni breytt í Hluta þjónustu lokið (hluti vinnunnar búinn).
Skrefin eru endurtekin fyrir hvert þjónustuverk sem hætta á við úthlutun fyrir.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |