Birgðaspjöld geyma aðalgögn sem þarf til að áætla, kaupa, geyma, setja saman, framleiða, reikningsfæra, rekja, selja og senda vörur.

Til athugunar
Í þessu efnisatriði er útskýrt hvernig á að setja upp vörur fyrir heildsölu- og grunnframleiðslu og því eru áætlunarfæribreytur MRP ekki útskýrðar í Flýtiflipanum Áætlun. Nánari upplýsingar um tiltekinn reit fást með því að velja reitinn og ýta á F1.

Birgðaspjöld, eins og aðrar skýrslur aðalgagna, má mynda með aðalgagnagrunni en til að útskýra hvern reit, þá er eftirfarandi aðferð lýsing á hvernig stofna skal birgðaspjald handvirkt fyrir grunnumhverfi framleiðsluhátta.

Eftirfarandi birgðaspjaldsreita er krafist áður en hægt er að nota vöruna í færslum:

Forkröfur aðgerðar

Flipinn Almennt fylltur út

  1. Í reitnum Leita skal færa inn Vörur og velja síðan viðkomandi tengi.

  2. Á flipanum Heim, í flokknum Nýtt, skal velja Nýtt til að opna autt vöruspjald.

  3. Í reitnum Nr. færist sjálfkrafa inn númer úr númeraröð birgðaspjalda.

  4. Í reitnum Lýsing er heiti vörunnar fært inn.

  5. Velja reitinn Grunnmælieining, velja Nýtt.

  6. Í glugganum Mælieiningar vöru veljið svæðið Kóti veljið til dæmis STYKKI og veljið svo hnappinn Í lagi.

  7. Í reitnum Kóti yfirflokks vöru er hægt að tilgreina framleiðsluflokk sem er notaður til að búa til úthlutuð sjálfgefin gildi fyrir vöru, þ.m.t. bókunarflokkar (sjá reitina Bókunarflokkur að neðan).

    Í flestum reitanna lengst til hægri á Flýtiflipanum eru uppflettisvæði þar sem skoða má nánari upplýsingar um birgðastöðu vöru og núverandi framboð og eftirspurn eftir henni.

  8. Veljið gátreitinn Lokaður ef ekki má nota vöruna í færslum.

Flipinn Reikningsfæra fylltur út

  1. Í reitnum Aðferð kostn.útreiknings velurðu aðferð kostnaðarútreiknings sem segir til um hvernig kostnaðarverð vörunnar er reiknað. Staðlað er venjulega notað fyrir framleiðslu vara. Innslegið er venjulega notað fyrir raðnúmeraðar vörur.

  2. Ef kostnaðarútreikningsaðferðin sem valin er er Staðlað verður að fylla út reitinn Staðlað kostnaðarverð með viðeigandi upphafsgildi fyrir kostnað vegna einnar einingar vörunnar. Reiturinn Kostn.verð frumstillir svo pöntunarlínur og bókarlínur þegar þær eru búnar til.

  3. Fyrir aðrar kostnaðarútreikningsaðferðir en Staðlað er reiturinn Kostn.verð fylltur út með því að nota upphaflegt gildi þegar varan er búin til. Þegar keyrslan Leiðr. kostnað - Birgðafærslur er sett í gang er reiturinn uppfærður þannig að hann innihaldi nýjasta leiðrétta meðalkostnaðarverðið.

  4. Í reitnum Ein.verð er fært inn söluverð einnar einingar af vörunni. Kerfið uppfærir reitinn Síðasta innk.verð í hvert skipti sem innkaup eru reikningsfærð.

  5. Tryggja þarf að bókunarflokkarnir þrír séu útfylltir.

Reiturinn Heildar reikningsfært magn er uppfærður sjálfkrafa.

Reiturinn Sölumælieining er fylltur út með grunnmælieiningarkóða en hægt er að breyta honum til að tilgreina að vörur séu seldar í annarri mælieiningu.

Áfyllingarflipinn fylltur út (fyrir keyptar vörur):

  1. Í reitnum Áfyllingarkerfið er Innkaup valið til að tilgreina að stöðluð leið til að bjóða upp á vöru er að kaupa hana.

  2. Í reitnum Nr. lánardrottins er tilgreindur sjálfgefinn lánardrottinn vöru. Áætlunarkerfið stofnar pantanir til þessa lánardrottins.

  3. Í reitnum Vörunr. lánadr. er fært inn vöruauðkenni birgis, ef það er annað en þessa fyrirtækis.

  4. Í reitnum Útreikn. afhendingartíma er færð inn dagsetningarreikniregla til að tilgreina tímann sem það tekur að útvega meira af vörunni t.d. 1W. Þessi reitur er notaður í útreikninga á dagsetningum á eftirfarandi hátt:

    Pöntunardagsetning + Sjálfgefið öryggisforskot + Útreikningur afhendingartíma = Ráðgerð móttökudagsetning.

Áfyllingarflipinn fylltur út (fyrir samsettar vörur):

  1. Í reitnum Áfyllingarkerfið er Samsetning valið til að tilgreina að stöðluð leið til að bjóða upp á vöru er að setja hana saman.

  2. Í retinum Samsetningarstefna er valið Sameina pöntun ef varan er yfirleitt ekki til en er sett saman með tilliti til sölupöntunnar.

  3. Ganga úr skugga um að samsetningaríhlutur innihaldi a.m.k. einn íhlut. Gátreiturinn Samsetningaruppskrift á flýtiflipanum Almennt er valin.

Fyllt út í flipann Áfylling (fyrir framleiddar vörur)

  1. Í reitnum Áfyllingarkerfið er Framl.pöntun valið til að tilgreina að stöðluð leið til að bjóða upp á vöru er að framleiða hana.

  2. Í reitnum Framleiðslustefna erEftir pöntun valið til að kerfið taki öll framleiðsluuppskriftarstig með í áætlanagerð.

    Ef bæði yfirvaran og millivörur hennar nota Eftir pöntun stofnar áætlanakerfið síðan framleiðslupöntun þar sem framleiðslupöntunarlínur millivara eru inndregnar undir pöntunarlínu yfirvörunnar.

  3. Veldu reitinn Leiðarnr. og veldu síðan leið sem stjórnar framleiðsluferli vörunnar. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að stofna Nýjar leiðir.

  4. Veldu reitinn Nr. framleiðsluuppskriftar og veldu síðan framleiðsluuppskrift sem stjórnar samsetningu framleiðslu vörunnar. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að stofna nýjar framl.uppskriftir.

  5. Í reitnum Birgðaskráningaraðferð veljið einn eftirfarandi valkost.

    Valkostur Lýsing

    Handvirk

    Til að reikna handvirkt og bóka efnisnotkun.

    Framvirk

    Til að reikna og bóka notkun sjálfkrafa þegar búið er að gefa út framleiðslupöntun.

    Afturvirk

    Til að reikna og bóka notkun sjálfkrafa þegar lokið er við framleiðslupöntun.

  6. Í reitnum Úrkast % er tilgreint hlutfallið af vöru sem búist er við að verði fleygt í framleiðsluferlinu. Þessi prósenta er notuð til að reikna einingaverð og nettóþarfir.

  7. Í reitnum Lotustærð er tilgreint hversu margar einingar vöru eru framleiddar í einni framleiðslulotu. Kerfið notar þessa tölu til að reikna staðlaðan kostnaðarverð vörunnar og til að dreifa föstum kostnaði við framleiðslu lotunnar.

Fyllt út í flipann Áætlun

  1. Í reitnum Endurpöntunarstefna skal velja <auður> ef aðeins á að áætla með pöntunaráætlunaraðgerðinni. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að Áætla fyrir nýja eftirspurn.

  2. Í reitnum Taka frá veljið eitt af eftirfarandi valkostum til að tilgreina hvort og hvernig vara er frátekin.

    Valkostur Lýsing

    Aldrei

    Ekki er hægt að taka frá vöruna.

    Valfrjálst

    Hægt er að taka hana frá handvirkt. Varan er aldrei tekin frá sjálfkrafa.

    Alltaf

    Varan er tekin frá sjálfkrafa um leið og eftirspurn fer fram.

  3. Í reitnum Rakning pöntunar veljið eitt af eftirfarandi valkostum til að tilgreina ef og hvernig tengingar eru stofnaðar milli framboðs og eftirspurnaratvika fyrir vöruna.

    Valkostur Lýsing

    Ekkert

    Engir rakningartenglar eru stofnaðar.

    Rakning aðeins

    Pöntunarrakningartenglar eru stofnaðar sjálfkrafa í hvert sinn sem framboð uppfyllir eftirspurn.

    Rakning og aðgerðaboð

    Pöntunarrakningartenglar eru stofnaðir sjálfkrafa. Aðgerðaskilaboð eru stofnuð í ítarlega áætlunarkerfinu.

Stuttar leiðbeiningar um grunnframleiðslu má finna í skjali sem hægt er að breyta og prenta í Microsoft Office Word. Skjalið, sem heitir Stuttar leiðbeiningar - Manufacturing Foundation.doc, er í fylgiskjalamöppu í uppsetningu biðlara.

Ábending

Sjá einnig