Þegar vöruhús er sett upp fyrir beinan frágang og tínslu fást aðgerðir sem gera rekstur vöruhússins mun skilvirkari. Svo að þessar aðgerðir nýtist til fulls þarf að veita viðbótarupplýsingar um vörurnar sem hjálpa til við að reikna út skilvirkustu og bestu aðferðirnar til að stýra vöruhúsaaðgerðum.

Varan sett upp fyrir beinan frágang og tínslu

  1. Í reitnum Leita skal færa inn Vörur og velja síðan viðkomandi tengi.

  2. Varan sem á að setja upp fyrir beinan frágang og tínslu er valin.

  3. Á flipanum Færsluleit, í flokknum Vara, skal velja hnappinn Mælieiningar. Reitirnir í glugganum eru fylltir út til að skilgreina mismunandi mælieiningar sem hægt er að hafa vöruna í. Í þessum glugga ætti einnig að færa inn hæð, breidd, lengd, rúmmál og þyngd í mælieininguna. Ef dálkurinn er ekki sýnilegur skal opna flýtivalmyndina fyrir dálkhausa og smella á Velja dálka til að bæta henni við. Velja hnappinn Í lagi.

  4. Á flipanum Færsluleit, í flokknum Vöruhús, skal velja Innihald hólfs. Í þessum glugga er hægt að skilgreina birgðageymsluna og hólfið sem tengja á vörunni. Reiturinn Sjálfgefið er ekki notaður þegar vöruhúsið er sett upp fyrir beinan frágang og tínslu. Velja hnappinn Í lagi.

  5. Á flýtiflipanum Vöruhús á birgðaspjaldinu eru reitirnir fylltir út til að tilgreina hvernig fara skuli með vöruna í vöruhúsinu.

Ábending

Sjá einnig