Þessi aðgerð er framkvæmd í glugganum Framleiðslubók. Bókin sameinar aðgerðir notkunarbókar og afkastabókar í eina bók sem hægt er komast í beint úr framleiðslupöntun. Hún er notuð í handvirka bókun íhlutanotkunar, lokamagns framleiddra vara og tíma sem fer í aðgerðir. Megintilgangur hennar er að bóka handvirkt notkun íhluta, magn framleiddra endanlegra vara og stundir sem búið er að eyða í aðgerðir. Gildin eru bókuð í fjárhagsfærslur undir útgefnu framleiðslupöntuninni. Notkunarmagn bókað sem neikvæðar Færslur í birgðafærslum, Frálagsmagn er bókað sem jákvæðar birgðafærslur og tími sem varið er er bókaður sem afkastagetufærslur. Þessi bókuðu gildi er einnig hægt að skoða neðst í bókinni sem raunverulegt magn.

Til athugunar
Þar sem gögn um notkun eru unnin með gögnum um afköst bíður þessi bók uppá að birta tengda íhluti og aðgerðir í rökrænni uppbyggingu framvindu. Íhlutir eru inndregnir undir viðeigandi aðgerð. Þetta kallar á notkun leiðartengilskóða.

Til athugunar
Íhlutir án leiðartengilskóta er skráðir fyrst í bókina.

Notkun og frálag skráð

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Útgefna framleiðslupöntun og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Opna skal útgefna framleiðslupöntunarlínu sem er tilbúin til skráningar. Í flýtiflipanum Lína skal velja aðgerðir og síðan velja lína og síðan er valið Framleiðslubók.

    Þegar glugginn Framleiðslubók er opnaður birtast bókarlínur fyrir framleiðslupöntunarlínu í samræmi við gluggana Framl.pöntunaríhlutur og Leið framl.pöntunar. Þessar línur koma úr framleiðsluuppskriftinni og leiðum sem úthlutað er á vöruna sem verið er að framleiða. Nánari upplýsingar er að finna í Hvernig á að stofna nýjar framl.uppskriftir og Hvernig á að stofna Nýjar leiðir.

  3. Í reitnum Bókunardags. efst í bókinni er hægt að bóka dagsetningu sem gildir fyrir allar línur. Vinnudagsetningin er sjálfgefin. Reiturinn er notaður til að samstilla bókunardagsetningar allra lína á fljótlegan hátt, ef þörf er á.

    Til athugunar
    Bókunardagsetningar í einstökum línum hafa forgang yfir þessum reit.

  4. Í afmörkunarreitnum Birgðaskráningaraðferð efst í bókinni er hægt að velja að skoða notkun og afköst sem eru bókuð sjálfvirkt (skráð) samkvæmt birgðaskráningaraðferðum sem tilgreindar eru fyrir vöruna og forðann.

    Í öllum tegundum lína í færslubókinni, eru einungis viðkomandi reitir sýndir. Aðrir eru auðir og ritvarðir.

    Þegar bókin er opnuð er magn sem á að bóka forskráð. Ef ekkert hefur verið bókað fyrir eru allir magnreitir sjálfgefið útfylltir með áætluðu magni sem tekið er úr framleiðslupöntuninni. Ef bókað hefur verið að hluta sýna magnreitirnir það magn sem eftir er. Það magn og sá tími sem þegar er búið að bóka er birt neðst í bókinni sem raunverulegar færslur.

    Þegar kemur að magni í reitnum Afkastað magn er hægt að velja hvaða gildi eru forstillt þegar bókin er fyrst opnuð. Þetta er gert í glugganum Uppsetning framleiðslu í flipanum Almennt, nánar tiltekið reitnum Forstillt frálagsmagn. Frekari upplýsingar eru í Forstillt frálagsmagn.

  5. Því næst eru viðeigandi notkun og frálagsmagn færð inn í skrifanlega reiti.

    Til athugunar
    Aðeins frálagsmagn í síðustu bókarlínunni með færslutegundina Frálag leiðréttir birgðastigið þegar bókin er bókuð. Því ætti ekki að bóka bókina með áætlað afkastamagn forstillt á síðustu afkastalínunni fyrr en allar lokavörur hafa verið framleiddar.

  6. Gátmerki er sett í reitinn Lokið í afkastlínum til að gefa til kynna að aðgerðinni sé lokið. Þessi reitur tengist reitnum Staða leiðar á leiðarlínu framleiðslupöntunar.

  7. Í flipanum Aðgerðir í flokknum Bókun veljið Bóka til að skrá magn sem fært hefur verið inn og síðan er bókinni lokað.

Færslubókin mun innihalda gildi sem enn á eftir að bóka, ef einhver eru, næst þegar hún er opnuð. Bókuð gildi birtast sem raunveruleg gildi neðst í færslubókinni.

Til athugunar
Ef vara sem verið er að nota er lokuð bókar bókin ekki notkunarmagn fyrir hana. Ef vél eða vinnustöð er lokuð bókar bókin ekki afkastað magn eða vinnslutíma í þá afkastalínu.

Til athugunar
Ef bókinni er lokað án bókana glatast breytingarnar.

Viðvörun
Tveir notendur geta ekki notað gluggann Framleiðslubók á sama tíma. Þetta merkir að ef notandi 2 opnar gluggann og færir inn gögn þegar notandi 1 er þegar að vinna í glugganum gæti notandi 2 tapað gögnum þegar notandi 1 lokar glugganum.

Stuttar leiðbeiningar um framleiðslu má finna í skjali sem hægt er að breyta og prenta í Microsoft Office Word. Skjalið heitir Stuttar leiðbeiningar - Manufacturing Foundation.doc, og eru í fylgiskjalamöppu í uppsetningu biðlara.

Ábending

Sjá einnig