Hægt er að nota aðrar vörulýsingar þegar selt er erlendum viðskiptamönnum og prenta á vörulýsingar á viðeigandi tungumáli á reikninga fyrir þessa viðskiptamenn.
Þegar búið er að setja upp tungumálakóta, tengja þá við viðskiptamenn og setja upp birgðatexta, er rétt þýðing notuð þegar reikningur er sendur viðskiptamanni með tungumálakóta.
Uppsetning birgðatexta
Í reitnum Leita skal færa inn Vörur og velja síðan viðkomandi tengi.
Opna skal það birgðaspjald þar sem þörf er á birgðatexta.
Á flipanum Færsluleit, í flokknum Vara, skal velja hnappinn Þýðingar.
Fylla inn í línurnar fyrir hvert tungumál á að stofna þýðingu fyrir. Þegar búið er að færa inn upplýsingarnar er valinn hnappurinn OK.
Notkun birgðatexta
Í reitnum Leita skal færa inn Sölureikningur og velja síðan viðkomandi tengi.
Búinn skal til nýjan sölureikning og honum gefið númer.
Í reitnum Selt-til viðskm.nr. skal opna Viðskiptamannalisti.
Veljið viðskiptamann og síðan hnappinn Í lagi.
Á fyrstu reikningslínunni í reitnum Tegund er valið Vara. Í reitnum Nr. veljið vörunúmer og veljið síðan hnappinn Í lagi.
Ef viðskiptamaðurinn er með tungumálakóta og þýðing fyrir þann kóða hefur verið sett upp á birgðaspjaldinu mun rétta þýðingin birtast í reitnum Lýsing. Textinn er afritaður úr glugganum Birgðatextar.
Til athugunar |
---|
Einnig er hægt að tengja tungumálakóta við lánardrottna, við það er réttur texti notaður þegar lánardrottni með tungumálakóta er greitt. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |