Opnið gluggann Leiðrétta gengi.

Leiðréttir fjárhags-, viðskiptamanna-, lánadrottna- og bankareikningsfærslur svo staðan sé uppfærð ef gengið hefur breyst síðan færslurnar voru bókaðar.

Viðskiptamenn og lánardrottnar

Keyrslan leiðréttir gjaldmiðilinn í reikningum viðskiptamanna og lánardrottna með því að nota gengið sem gildir fyrir bókunardagsetninguna sem tilgreind er í keyrslunni. Keyrslan reiknar mismuninn fyrir hverja gjaldmiðilsstöðu sem er með gjaldmiðilskóta og bókar upphæðirnar á fjárhagsreikning sem er tilgreindur í svæðinu Reikningur áætlaðs hagnaðar eða svæðinu í Reikningur áætlaðs taps í Gjaldmiðill töflunni. Jöfnunarfærslurnar bókast sjálfkrafa á reikninginn útistandandi - gjaldfallið í fjárhag.

Keyrslan vinnur allar opnar viðskiptamanna- og lánardrottnafærslur. Ef gengismunur er á færslu stofnar keyrslan nýjan sundurliðaða viðskiptamanna- eða lánardrottnafærslu sem endurspeglar leiðréttu upphæðinna í viðskiptamanna- eða lánardrottnafærslunni.

Víddir í viðskiptamanna-/lánardrottnafærslum

Leiðréttingarfærslum er úthlutað víddum úr viðskiptavina-/lánardrottnafærslum og leiðréttingar eru bókaðar eftir samsetningum á víddagildum.

Bankareikningar

Keyrslan leiðréttir gjaldmiðilinn í bankareikningum með því að nota gengið sem gildir fyrir bókunardagsetninguna sem tilgreind er í keyrslunni. Keyrslan reiknar mismuninn fyrir hvern bankareikning sem er með gjaldmiðilskóta og bókar upphæðirnar á fjárhagsreikning sem er tilgreindur í svæðinu Reikn. gengishagn. (orðinn) eða svæðinu í Reikn. gengistaps (orðið) í Gjaldmiðill töflunni. Jöfnunarfærslurnar bókast sjálfkrafa á fjárhag bankareikninga sem eru tilgreindir í bókunarflokki bankareikninga. Keyrslan reiknar eina færslu á hvern gjaldmiðil í hverjum bókunarflokki.

Víddir í bankareikningsfærslum

Leiðréttingarfærslum vegna fjárhagsreiknings bankareikningsins og vegna hagnaðar-/tapreiknings er úthlutað sjálfgefnum víddum bankareikningsins.

Fjárhagsreikningar

Ef bókað er í öðrum skýrslugjaldmiðli er hægt að láta keyrsluna búa til nýjar fjárhagsfærslur fyrir gjaldmiðilsmismun á SGM og öðrum skýrslugjaldmiðli. Keyrslan reiknar mismuninn miðað við hverja einstaka fjárhagsfærslu og leiðréttir fjárhaginn með tilliti til efnis reitsins Gengisleiðrétting fyrir hvern fjárhagsreikning.

Víddir í fjárhagsreikningsfærslum

Leiðréttingarfærslunum er úthlutað sjálfgefnu víddunum í reikningunum sem þær eru bókaðar á.

Mikilvægt
Áður en hægt er að nota keyrsluna verður að færa inn gengið sem á að nota til þess að leiðrétta gengismun gjaldeyrisins. Það er gert í glugganum Gengi gjaldmiðils sem er undirtafla í glugganum Shortcut iconGjaldmiðlar.

Gengisbreytingar er hægt að framkvæma mörgum sinnum og gengi er alltaf leiðrétt með hliðsjón af genginu sem notað var í leiðréttingunni á undan.

Valkostir

Reitur Lýsing

Upphafsdagsetning

Þessi reitur er yfirleitt hafður auður en þar má færa inn upphafsdagsetningu fyrir tímabilið sem miða á við þegar færslur eru leiðréttar.

Lokadagsetning

Færið inn lokadagsetningu sem miðað er við þegar færslur verða leiðréttar. Þessi dagsetning er yfirleitt sú sama og bókunardagsetningin í reitnum Bókunardags..

Færslutexti

Færa inn texta fyrir fjárhagsfærslur sem eru búnar til í þessari runuvinnslu. Sjálfgefni textinn er Gengisbreyting á %1 %2 og er þá %1 sett í stað gjaldmiðilskótans og %2 er sett í stað gjaldmiðilsupphæðarinnar sem er leiðrétt. Til dæmis gengisleiðrétting á DEM 38,000.

Bókunardags.

Færa inn dagsetninguna sem fjárhagsfærslurnar verða bókaðar á. Þessi dagsetning er yfirleitt sú sama og lokadagsetningin í reitnum Lokadagsetning.

Númer fylgiskjals

Hér er fært inn fylgiskjalsnúmer sem mun koma fram í fjárhagsfærslunum sem búnar eru til í keyrslunni.

Leiðrétta viðsk.manna-, lánardr.- og bankareikninga

Valið ef leiðrétta á viðskiptamanna-, lánardrottna- og bankareikninga vegna gengisbreytinga.

Leiðrétta fjárhagsreikn. fyrir annan gjaldmiðil

Ef bókað er í öðrum skýrslugjaldmiðli og fjárhagsreikningar eiga að leiðréttast vegna gengismismunar á SGM og öðrum skýrslugjaldmiðli skal setja gátmerki í þennan reit.

Ábending

Sjá einnig