Opnið gluggann Bóka birgðabreytingar.
Skráir breytingar á magni og virði birgða í birgða- og virðisfærslur þegar birgðafærslur (til dæmis söluafhending eða innkaupamóttaka) eru bókaðar.
Ef gátreiturinn Sjálfvirk kostnaðarbókun hefur ekki verið valinn í glugganum Birgðagrunnur er birgðakostnaður ekki skráður gagnvirkt í fjárhag, og KSV er ekki reiknað í tengslum við sölu. Því skal bóka handvirkt í fjárhaginn með því að keyra keyrsluna Bóka birgðabreytingar til að uppfæra fjárhaginn og mögulega prenta út skýrslu um gildisfærslurnar sem voru bókaðar.
Keyrslan notar virðisfærslur sem grunn. Til að reikna gildið til að bóka notar það muninn á reitunum Kostnaðarupphæð (raunverul.) og Kostnaður bókaður í fjárhag í virðisfærslunum. Ef gátreiturinn Væntanl. kostn. bók. í fjárhag hefur verið valinn í glugganum Birgðagrunnur bókar keyrslan einnig mismun á milli reitsins Kostnaðarupphæð (væntanl.) og reitsins Væntanl. kostn. bók. í fjárhag í bráðabirgðareikninga í fjárhag.
![]() |
---|
Ef gátreiturinn Væntanl. kostn. bók. í fjárhag er ekki valinn í glugganum Birgðagrunnur birtir síðasti hluti skýrslunnar lista yfir virðisfærslur sem er sleppt þar sem þær sýna væntanlegan kostnað. |
![]() |
---|
Komi upp villa vegna vídda eða uppsetningar vídda mun keyrslan hnekkja villunni og bóka færsluna í fjárhag með víddum virðisfærslunnar |
Ef tryggja á að engar villur komi upp í keyrslunni má keyra skýrsluna Bóka birgðabreytingar - Prófun til að sjá allar villur sem gætu komið upp. Þá er hægt að laga villurnar og keyra keyrsluna Birgðakostnaður í fjárhag með vissu um að hún muni vinna allar færslur. Frekari upplýsingar eru í Bóka birgðabreytingar - Prófun.
![]() |
---|
Áður en þessi runuvinnsla er notuð, ætti að keyra runuvinnsluna Leiðr. kostnað - Birgðafærslur. Þetta tryggir að kostnaður sem er bókaður í Fjárhag verði leiðréttur þegar þessi keyrsla er keyrð. |
Valkostir
Valkostur | Lýsing |
---|---|
Bókunaraðferð | Keyrslan getur bókað birgðavirði í fjárhag annað hvort á hvern bókunarflokk eða hverja bókaða færslu. Ef bókað er á hverja færslu fæst nákvæm sundurliðun á því hvaða áhrif birgðir hafa á fjárhag, en einnig margar fjárhagsfærslur. Ef bókað er á hvern bókunarflokk býr keyrslan til samsetningu með fjárhagsfærslu á hverja bókunardagsetningu á hvern bókunarflokk. Það merkir að fjárhagsfærslan er stofnuð fyrir hverja samsetningu bókunardagsetninga, almenna viðskiptabókunarflokka, almenna framleiðslubókunarflokka, birgðabókunarflokka og staðsetningarkóta. Að auki stofnar keyrslan sérstakar fjárhagsfærslur fyrir kostnað með ólíkum merkjum. |
Númer fylgiskjals | Í þennan reit má tilgreina fylgiskjalsnúmer ef aðgerðin Bóka eftir birgðabókunarflokki var valin. Númer fylgiskjalsins kemur fram í bókuðum færslum. |
Bóka | Velja skal þennan reit ef keyrslan á að bóka sjálfkrafa í fjárhag. Eigi ekki að bóka birgðabreytingar prentar keyrslan aðeins prófunarskýrslu sem sýnir virði bókað í fjárhag og í þeirri skýrslu sést Prófunarskýrsla (óbókuð). |
![]() |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með keyrslur eru í Hvernig á að keyra runuvinnslur og Hvernig á að stilla afmarkanir. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |