Ef reiturinn Samsetningarstefna á birgðaspjaldi samsetningarvöru inniheldur Samsetning til pöntunar gerir sjálfgefna sölupöntunarvinnslan ráð fyrir því að varan sé ekki til í birgðum og að setja þurfi hana saman fyrir þessa tilteknu sölupöntun. Því er tengd samsetningarpöntun sjálfkrafa búin til þegar vöru er bætt við sölupöntunarlínu. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að selja sem eru settar saman í pöntun. Ef hluti magns sölupöntunarinnar er þegar tiltækur í birgðum er hægt að minnka magn samsetningarpöntunarinnar með því að breyta reitnum Magn til samsetningar til pöntunar í sölupöntunarlínunni.
Þetta dæmi er sjaldgæft þar sem búist er við að vörur sem settar eru saman í pöntun séu alltaf sérsniðnar, og líkurnar á því að þær séu í birgðum í þeirri stillingu sem annar viðskiptavinur bað um eru litlar. Ef fyrirtækið á samsetningarpantanir í birgðum vegna skila eða afturkallaðra pantana þarf að tína þetta magn og selja það áður en nýjar pantanir eru settar saman.
Til athugunar |
---|
Engin aðgerð er til staðar í sölupöntunum, sem sjálfkrafa aðvarar eða hjálpar til við að draga frá magn samsetningarpöntunar sem eru þegar til staðar. Í staðinn verður að fylgjast með upplýsingum um það hvað er til, svo sem í upplýsingakassanum Sundurliðun sölulínu. |
Svipuð virkni er tiltæk þegar verið er að selja samsetningarvörur úr birgðum og hluti af magni eða allt magnið er ekki tiltækt og hægt er að veita með samsetningarpöntun. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að selja samsetningarpöntunarvörur og birgðavörur saman.
Til athugunar |
---|
Tilteknar reglur gilda um reitinn Magn til afhendingar í sölupöntunarlíknum sem hafa að geyma samsetningu samsetningarpöntunarmagns og birgðamagns. Nánari upplýsingar eru í hlutanum Samsetningaraðstæður í Setja saman í pöntun eða setja saman í birgðir |
Í þessu ferli, er skipt út samsetninarpöntunarmagni við birgðamagn í sölupöntunarlínu. Skrefin eru meðal annars að greina hvort magnið sé tiltækt, draga það magn frá tengdri samsetningarpöntun og taka birgðamagnið síðan frá til að tryggja að það sé tínt og afhent fyrir pöntunina.
Til að selja birgðavörur í flæðum samsetningar í pöntun
Í reitnum Leita skal færa inn Sölupantanir og velja síðan viðkomandi tengi.
Stofnið sölupöntun. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að búa sölupantanir til handvirkt.
Í sölupöntunarlínu fyrir birgðir sem settar eru saman í pöntun í reitnum Magn er fært inn áskilið magn.
Í upplýsingakassanum Sundurliðun sölulínu ákvarðaðu hvort allt eða eitthvað af áskildu magni er tiltækt.
Í reitnum Magn til samsetningar til pöntunar er tiltækt magn dregið frá þannig að einungis ótiltækt magn er sett saman í pöntunina. Reiturinn Frátekið magn er minnkaður í samræmi við það til að gefa til kynna að tengillinn á pöntun fyrir pöntun, eða frátektin, á einungis við magn sem á að setja saman.
Á flýtiflipanum Línur skal velja Aðgerðir og síðan Taka frá.
Í glugganum Frátekning veljið birgðafærslulínuna eða línurnar sem hafa að geyma tiltækt magn á flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Taka frá í gildandi línu og veljið svo hnappinn Í lagi.
Í glugganum Sölupöntun í reitnum Frátekið magn sem sýnir nú að magn pöntunarlínununnar er tekið frá. Reiturinn Magn Til að setja saman í pöntun speglar enn það undirmagn sem þarf að setja saman.
Gefið sölupöntunina út fyrir tínslu birgðavara og samsetningu ótiltækra vara. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að sameina vörur.
Viðvörun |
---|
Hægt er að fylla út svæðið Hólfkóti í sölupöntuninni fyrirfram samkvæmt Hólfk. send. samsetn. í pöntun eða Hólfkóti samsetningar á útleið svæðinu á birgðageymsluspjaldinu. Í því tilfelli gæti reiturinn Hólfkóti í sölupöntunarlínunni verið rangur fyrir þessa samsetningu magns samsetningarpöntunar og birgðasamsetningar. Góð regla er að skoða reitinn Hólfkóti og ganga úr skugga um að staðsetningin virki fyrir allt magn. Að öðrum kosti skal færa inn tvenns konar mismunandi magn í aðskildar sölupöntunarlínur. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |
Sjá einnig
Samsetningarregla
Frátekið
Frátekning
Tengill í samsetningar í pöntun
Magn til samsetningar til pöntunar
Hólfk. send. samsetn. í pöntun
Hólfkóti samsetningar á útleið
Hvernig á að sameina vörur
Hönnunarupplýsingar: Bókun samsetningarpöntunar