Tilgreinir hversu margar einingar af magni í sölulínu á að veita með samsetningu.
Þegar samsetningarvara í sölupöntunarlínu er stillt á samsetningu í pöntun er tengd samsetningarpöntun sjálfkrafa stofnuð og þá endurspeglar gildið í þessum reiti gildið í reitnum Magn í haus þeirrar samsetningarpöntunar.
Samsetningarferli vöru er skilgreint í reitnum Samsetningarregla á birgðaspjaldi samsetningarvörunnar.
Viðbótarupplýsingar
Vanalega er einungis viðeigandi að breyta þessum reit þegar verið er að tengja samsetningarpöntunarmagn og birgðamagn í sömu sölupöntunarlínu. Til dæmis er hægt að lækka gildið í reitnum Magn til afhendingar þegar hluti magnsins er tiltækur í birgðum og notandi vill eingöngu anna ótiltæku magni með samsetningu. Nánari upplýsingar eru í Hvernig á að selja birgðavörur með flæði samsetningarpantana. Einnig er hægt að bæta við gildi eða hækka gildið í reitnum Magn til afhendingar ef ákveðið er, við venjulega sölu úr birgðum, að veita útistandandi magn með samsetningu. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að selja samsetningarpöntunarvörur og birgðavörur saman.
Til athugunar |
---|
Tilteknar reglur eiga við ef reitnum Magn til samsetningar er breytt í tengdu samsetningarpöntuninni sem er frávik frá reitnum Magn til afhendingar í sölupöntunarlínunni. Nánari upplýsingar eru í hlutanum „Samsetningaraðstæður“ í Setja saman í pöntun eða setja saman í birgðir |
Birgðatínslulínunum eru stofnaðar á mismunandi hátt eftir því hvort ekkert, sumt eða allt magn sölulínunnar er sett saman í pöntun. Nánari upplýsingar eru í hlutanum „Tína og afhenda samsettar vörur í sölupöntunum“ í Birgðatínsla.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |