Þegar búið er að stofna þjónustupöntun eða þjónustutilboð þarf að skrá þjónustuvörulínurnar þar sem færðar eru inn upplýsingar um vöruna sem móttekin hefur verið vegna þjónustu. Þær geta verið lýsing, þjónustuvörunúmer, vörunúmer, raðnúmer og þjónustuvöruflokkur, einnig bilanaathugasemdir og svo framvegis.

Þjónustuvörulínur skráðar

  1. Í reitnum Leita skal færa inn Þjónustupantanir og velja síðan viðkomandi tengi.

  2. Opna skal viðeigandi þjónustupöntun.

  3. Á flýtiflipanum Línur er færð inn ný þjónustuvörulína.

  4. Fyllt er út í Þjónustuvörunr., Þjónustuvöruflokkur, Raðnr., Vörunr. og Lýsing eftir því sem við á.

    • Ef þjónustuvaran er þegar innifalin í fleiri en einum virkum samningum eða með öðrum orðum undirrituðum og í gildi, opnast listi yfir tengda samninga þar sem hægt er að velja viðeigandi samning. Þá birtast boð sem þarf að samþykkja ef úthluta á þjónustupöntunarlínunni samningsnúmeri.
    • Ef þjónustuvaran er innifalin í einum virkum samningi er viðeigandi samningsnúmeri úthlutað sjálfkrafa.
    • Ef þjónustuvaran er ekki skráð er annaðhvort hægt að skrá hana sem þjónustuvöru eða fylla út reitinn Lýsing. Fylla þarf út reitina Raðnr. og Vörunr. ef við á.
    • Ef þjónustuvaran er skráð, en tilheyrir óvirkum samningi, er henni bætt í þjónustupöntunarlínuna og er þá reiturinn Samningsnr. hafður auður.
  5. Á tækjastikunni Línur, á valmyndinni Lína, skal velja Athugasemdir og síðan Bilanir til að opna gluggann Athugasemdir þjónustu fyrir þjónustuvöruna í línunni. Í reitina Dagsetning og Athugasemd skal færa inn dagsetninguna og þær athugasemdir sem notandi eða viðskiptamaður vill gera við bilanirnar í þjónustuvörunni.

  6. Hugsanlega þarf að fylla út reitinn Bilanaástæðukóti, allt eftir stillingum á flýtiflipanum glugganum Áskildir reitir í glugganum Þjónustukerfisgrunnur. Ef þessi reitur er ekki sýnilegur á flýtiflipanum Línur er hægt að bæta honum við. Ef dálkurinn er ekki sýnilegur skal opna flýtivalmyndina fyrir dálkhausa og smella á Velja dálka til að bæta henni við.

    Frekari upplýsingar eru í Þjónustukerfisgrunnur.

  7. Hægt er að velja reitinn Ábyrgð til að fylla sjálfkrafa út ábyrgðartengda reiti með sjálfgefnum upplýsingum um ábyrgð sem tilgreindar eru í töflunni Þjónustukerfisgrunnur. Pöntunardagsetning þjónustupöntunar er notuð sem upphafsdagsetning ábyrgðar sem tekur til varahluta og vinnu.

  8. Aðrir reitir eru fylltir út eins og við á.

    Viðgerðarstaðan er stillt á Byrjun fyrir línuna og svardagsetningin og tími eru reiknuð út frá viðeigandi sjálfgefnum gildum.

Skrefin eru endurtekin fyrir hverja línu þjónustuvöru sem á að skrá.

Ábending

Sjá einnig