Þegar tekið er við óskráðri vöru vegna þjónustu má skrá hana sem þjónustuvöru.

Þjónustuvörur stofnaðar:

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Þjónustuvörur og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Á flipanum Heim, í flokknum Nýtt, skal velja Nýtt til að stofna nýja þjónustuvöru.

  3. Í reitinn Nr. er fært inn númer fyrir þjónustuvöruna.

    Hafi númeraröð fyrir þjónustuvöru verið sett upp í glugganum Þjónustukerfisgrunnur er einnig hægt að styðja á færslulykilinn til að velja næsta lausa þjónustuvörunúmer.

  4. Í reitnum Upph.dags. ábyrgðar (varahl.) er hægt að færa inn þá upphafsdags. ábyrgðar á varahlutum fyrir þessa þjónustuvöru. Ábyrgðartengdu reitirnir eru fylltir út með sjálfgefnum ábyrgðarupplýsingum sem tilgreindar eru í glugganum Þjónustukerfisgrunnur. Breyta má sjálfgefnum ábyrgðarupplýsingum.

  5. Fyllt er út í aðra reiti á flýtiflipanum Almennt.

  6. Í flýtiflipanum Viðskiptamaður í reitnum Númer viðskiptamanns veljið viðeigandi viðskiptamann.

  7. Fylla skal út í reitina á flýtiflipunum Afhenda, Lánadrottinn og Sundurliðun.

Skrefin eru endurtekin fyrir hverja línu þjónustuvöru sem á að stofna.

Ábending

Sjá einnig