Þetta efnisatriði gefur yfirlit yfir hvernig hægt er að vinna sig í gegnum sameiningarferlið.
Uppsetning samsteypufyrirtækis
Áður en hægt er að framkvæma sameiningu þarf að setja upp samsteypufyrirtæki. Fyrirtækið þarf að setja upp eins og hvert annað fyrirtæki, með eigin bókhaldslykil og víddir.
Uppsetning samsteypufyrirtækis
Bókhaldslykill fyrirtækis sem á að sameina þarf að tilgreina reikninga fyrir samsteypu. Fyrir hvern bókunarfjárhagsreikning fyrirtækja þarf að tilgreina fjárhagsreikninginn sem leggja skal inn á þegar samsteypa er framkvæmd. Þetta er vörpun sem leyfir sameiningu fyrirtækja með ólíka bókhaldslykla.
Nánari upplýsingar um hvernig reikningar eru valdir fyrir samstæður eru í Hvernig á að færa inn upplýsingar um samsteypu í fjárhagsreikningum.
Þegar steypa á saman fjárhagsgögnum nokkurra fyrirtækja í samsteyptu fyrirtæki, þarf að færa inn upplýsingar um dótturfyrirtækið sem fyrirtækiseiningar sem hlut eiga að máli og að hve miklu leyti taka eigi tölur þeirra inn í útreikninga.
Nánari upplýsingar um hvernig á að færa inn upplýsingar um dótturfyrirtækið eru í Hvernig á að færa inn grunnupplýsingar fyrir fyrirtæki í samstæðu.
Hægt er að tilgreina gengi við samsteypu fjárhagsskýrslna fyrirtækiseininga ef skýrslurnar eru í erlendum gjaldmiðli. Gengin þrjú sem notast er við eru: Meðalgengi (handvirkt), Lokagengi og Síðasta lokagengi.
Nánari upplýsingar um hvernig gengi er tilgreint eru í Hvernig á að tilgreina gengi gjaldmiðla áður en fyrirtækjum er steypt saman.
Hægt er að sameina víddarupplýsingar sem og fjárhagsreikninga. Í glugganum Víddagildi er reiturinn Kóti samstæðu fylltur út. Hvernig reiturinn Kóti samstæðu er fylltur út fer eftir hvort flytja eigi víddarupplýsingar í samsteypufyrirtækið við sameiningu.
Víddarupplýsingar Skilgreining reita Ef ekki á að sameina víddaupplýsingar.
Reiturinn Kóti samstæðu hafður auður.
Til athugunar Ganga úr skugga um að engar víddir séu valdar í reitunum Afrita víddir í aðgerðum samsteypu eða skýrslum sem lýst er síðar í þessum kafla. Ef sameina á víddaupplýsingar.
Reiturinn Kóti samstæðu hafður auður.
Til athugunar Hins vegar virkar samsteypan eingöngu ef víddargildin í fyrirtækiseiningunni eru þau sömu og samsteypufyrirtækið. Þegar víddargildiskóti fyrirtækiseiningarinnar á að sameinast ólíkum víddargildiskóta í samsteypufyrirtækinu.
Fyllt er í reitinn Sameinaður kóti.
Til athugunar Efni reitsins ætti að vera víddargildiskótinn í samsteypufyrirtækinu. Nánari upplýsingar um hvernig á að sameina víddaupplýsingar eru í Hvernig á að setja upp víddir og víddargildi.
Útflutningur gagna fyrir samsteypu
Ef fyrirtækiseining er í öðrum gagnagrunni þarf að flytja samsteypugögnin út í skrá áður en hægt er að sameina þau. Flytja þarf hvert fyrirtæki fyrir sig. Í þessum tilgangi skal nota runuvinnsluna Flytja út samstæðu.
Þegar búið er að keyra keyrsluna eru allar færslur allra fjárhagsreikninga unnar. Samtala er fengin og flutt út úr efni færslna í reitunum Upphæð í sérhverri samsetningu valinnar víddar og dagsetningar. Þá er unnið úr næstu samsetningu valinnar víddar og dagsetningar með sama reikningsnúmeri og síðan úr samsetningu næsta reikningsnúmers og svo framvegis.
Útfluttar færslur innihalda eftirfarandi reiti: Reikningur nr., Bókunardags. og Upphæð. Ef víddarupplýsingar voru einnig fluttar út eru víddarkótar og víddargildi einnig tekin með.
Útflutningur gagna fyrir samsteypu
Ef samtala reitanna Upphæð er debet er reikningsnúmerið sem sett er upp í reitnum Samstæðu-debetreikn. í fyrirtækiseiningunni flutt út í línuna fyrir hverja útflutta línu. Ef samtalan er kredit er samsvarandi númer í reitnum Samstæðu-kreditreikn. flutt út í línuna.
Sú dagsetning sem er notuð fyrir útfluttar línu er annaðhvort lokadagsetning tímabils eða sú dagsetning þegar útreikningur fer fram.
Víddargildið sem flutt er út fyrir færsluna verður víddargildi samsteypufyrirtækisins sem sett er upp í reitnum Kóti samstæðu fyrir það víddargildi. Ef ekkert víddargildi samsteypufyrirtækis hefur verið fært inn í reitinn Sameinaður kóti fyrir þetta víddargildi er víddargildið sjálft flutt út í línuna.
Auk þess innihalda XML-skrárnar gengi gjaldmiðils innan samsteyputímabilsins. Þessi gengi eru innifalin í aðskildum hluta í upphafi skrárinnar.
Nánari upplýsingar um hvernig á að flytja samsteypugögnin út eru í Hvernig á að flytja út upplýsingar um fyrirtækjaeiningar.
Prófun gagna
Áður en gögn eru sameinuð er ágætt að athuga hvort munur sé á grunnupplýsingum í fyrirtækiseiningunni og samstæðufyrirtækinu.
Til að athuga muninn á upplýsingunum í fyrirtækiseiningunum og samstæðufyrirtækinu
Tvær skýrslur eru hannaðar til að prófa gagnagrunn og skrá.
Nánari upplýsingar um hvernig gagnagrunnar eru prófaðir eru í Hvernig á að prófa gagnasöfn áður en samsteypa er framkvæmd.
Nánari upplýsingar um hvernig skrár eru prófaðar eru í Hvernig á að prófa skrár áður en samsteypa er framkvæmd.
Gögnum steypt saman
Þegar gögnin hafa verið prófuð er hægt að hefja samsteypu með því að flytja inn gögn úr fyrirtækiseiningum.
Gögnum steypt saman
Þetta ferli er hægt að framkvæma annað hvort með því að sameina úr sama gagnagrunni eða sameina úr skrám.
Sjá Hvernig á að steypa saman úr gagnasöfnum eða Hvernig á að steypa saman úr skrám fyrir frekari upplýsingar.
Vinnsla útilokana fyrir samsteypu
Þegar búið er að steypa saman öllum fyrirtækjum þarf að útiloka færslur til að fjarlægja viðskipti sem eru til staðar í fleiri en einu fyrirtæki eða til að fjarlægja færslur sem tengjast færslum milli fyrirtækja.
Vinnsla útilokana fyrir samsteypu
Reikna útlokanir handvirkt.
Færa upphæðir í færslubók.
Bóka skal færslubókina.
Áður en útilokanir eru bókaðar er hægt að staðfesta áhrif þeirra á prufustöðu samsteypufyrirtækisins með því að nota skýrsluna Fjárhagur - Samstæðuútilokun. Skýrslan birtir óákveðinn prófjöfnuð. Hún birtir bráðabirgða prufustöðu, þ.e. sýnir áhrif þess að eyða færslunum með því að bera saman færslur í samsteypufyrirtækinu við útilokanir sem hafa verið færðar inn í færslubókina. Útreikningur útilokana er tímafrekt handvirkt ferli sem hægt er að flýta með því að setja upp tiltekna reikninga milli fyrirtækja, viðskiptamenn/lánardrottna milli fyrirtækja og bókunarflokka milli fyrirtækja.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |