Ef samsteypan er gerð í öðrum gagnagrunni en þeim sem stofngögn fyrirtækisins eru geymd í þarf að flytja samsteypugögn fyrirtækisins út í skrá. Flytja þarf hvert fyrirtæki fyrir sig.

Að lesa upplýsingar um fyrirtækiseiningar úr gagnagrunni í Microsoft Dynamics NAV

  1. Fyrirtækið sem á að flytja út er valið.

  2. Í völdu fyrirtæki í reitnum Leit skal færa inn Flytja út samstæðu og velja síðan viðkomandi tengil.

  3. Fyllt er út í reitina á flýtiflipanum Valkostir til að tilgreina hvernig keyrslan stofnar skrána.

  4. Velja hnappinn Í lagi til að hefja útflutninginn. Glugganum er lokað þegar útlestri er lokið.

Nú er hægt að senda skrána ásamt gögnunum fyrir fyrirtækið í fyrirtækið þar sem samsteypan fer fram.

Ábending

Sjá einnig