Þegar steypa á saman tölum nokkurra fyrirtækja í samsteyptufyrirtæki, þarf fyrst að færa inn upplýsingar um fyrirtækiseiningarnar (fyrirtækin) sem hlut eiga að máli og að hve miklu leyti taka eigi tölur þeirra inn í útreikninga. Nota má eins margar fyrirtækjaeiningar í samstæðu og hver vill.

Að slá inn grunnupplýsingar fyrir fyrirtæki í samstæðu.

  1. Samsteypufyrirtækið er opnað. Í valmyndinni Microsoft Dynamics NAV skal velja Velja fyrirtæki.

  2. Í reitinn Leita skal færa inn Fyrirtækiseiningar og velja síðan viðkomandi tengi.

  3. Í glugganum Spjald fyrirtækiseiningar er búið til nýtt spjald fyrirtækiseiningar fyrir hverja fyrirtækiseiningu. Fylla verður út reitina Kóti, Heiti fyrirtækis, Steypa saman og Samstæðu %. Til að fá hjálp við tiltekinn reit er hann valinn og stutt á F1.

  4. Ef ársreikningar fyrirtækiseiningarinnar eru í öðrum gjaldmiðli en reikningar samsteypufyrirtækisins verður að fylla út í eftirfarandi reiti: Gjaldmiðilskóti, Reikningur gengishagnaðar, Reikningur gengistaps og Reikningur afgangs.

  5. Reitirnir Upphafsdagsetning og Lokadagsetning eru fylltir út ef reikningsár fyrirtækiseiningarinnar er annað en reikningsár samsteypufyrirtækisins.

  6. Þegar þessar upplýsingar um allar fyrirtækiseiningar sem á að steypa saman hafa verið settar inn glugganum lokað.

Ef fyrirtækiseining notar erlendan gjaldmiðil verður að tilgreina gengi gjaldmiðilsins sem nota þarf við samsteypuna. Einnig verðu að slá inn samstæðuupplýsingar um fjárhagsreikninga fyrirtækiseiningarinnar.

Ábending

Sjá einnig