Opnið gluggann Samstæða - Prófjöfnuður.
Sýnir prófjöfnunarskýrslu fyrir samsteypufyrirtæki. Áður en unnt er að taka fyrirtækiseiningu með í skýrsluna, verður að setja hana upp í töflunni Fyrirtækiseining og fá reitinn Steypa saman sem var valinn. Ef fyrirtækiseiningar eru fjórar eða færri má nota skýrsluna Samstæða - Prófjöfnuður (4).
Sérhver reikningur birtist einn sér í línu, (í framhaldi af uppbyggingu bókhaldslykils). Reikningur birtist ekki ef allar upphæðir á línunni standa á núlli. Eftirfarandi upplýsingar koma fram um hvern reikning:
-
Reikningur nr.
-
Heiti reiknings
-
Samtala hverrar fyrirtækjaeiningar í sérstökum dálki. Samtala getur annað hvort birst sem hreyfing eða staða til dags.
-
Samtala samsteypufyrirtækis kemur fram annað hvort sem hreyfing eða staða til dags.
-
Útilokanir, gerðar í bókhaldi samsteypufyrirtækis. Það er ávallt sýnt fyrir tímabil sem samsvarar reikningsári samsteypufyrirtækis.
-
Samtala samsteypufyrirtækis, að loknum útilokunum, kemur fram annað hvort sem hreyfing eða staða til dags.
Valkostir
Reitur | Lýsing |
---|---|
Upphafsdagsetning | Færa skal inn fyrstu dagsetningu tímabils bókaðra færslna sem munu koma fram í bókhaldi samsteypufyrirtækis. |
Lokadagsetning | Færa skal inn síðustu dagsetningu tímabils bókaðra færslna sem fram koma í bókhaldi samsteypufyrirtækis. |
Upphæðir í heilum 1000 | Gátmerki er sett í reitinn ef slétta á upphæðir í skýrslunni að heilum 1000. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með skýrslur eru í Skoða prófunarskýrslur fyrir bókun, Hvernig á að skoða og prenta skýrslur og Hvernig á að stilla afmarkanir. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |