Þrenns konar gengi eru notuð af Microsoft Dynamics NAV þegar ársreikningum fyrirtækjaeininga er steypt saman ef ársreikningarnir eru í erlendum gjaldmiðli. Þau eru eftirfarandi: Meðalgengi (handvirkt), Lokagengi og Síðasta lokagengi. Yfirleitt er Meðalgengi (handvirkt) notað fyrir reikninga á rekstrarreikningi og Lokagengi fyrir efnahagsreikninga. Bókhaldslyklarnir í viðskiptaeiningu fyrirtækisins tilgreina hvaða gengi er notað fyrir tiltekna reikninga.
Ef reiturinn Gengistafla á spjaldi fyrirtækjaeiningarinnar inniheldur Staðbundið er hægt að breyta genginu af spjaldi fyrirtækjaeiningarinnar. Gengi er afritað af töflunni Gengi en það er hægt að breyta þeim áður en samruni á sér stað. Áður en gengið er fært inn verður að slá inn upplýsingar um viðkomandi fyrirtækiseiningu.
Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að færa inn grunnupplýsingar fyrir fyrirtæki í samstæðu.
Að tilgreina gengi gjaldmiðla áður en fyrirtækjum er steypt saman
Í reitinn Leita skal færa inn Fyrirtækiseiningar og velja síðan viðkomandi tengi.
Í glugganum Fyrirtækiseiningalisti skal velja línuna sem inniheldur viðkomandi fyrirtækiseiningu. Á flipanum Færsluleit, í flokknum Gengi, skal velja Meðalgengi (handvirkt).
Í glugganum Breyta gengi hefur efni í reitnum Upphæð viðmiðunargengis verið afritað úr töflunni Gengi gjaldmiðils en hægt er að breyta því. Glugganum er lokað.
Í reitinn Leita skal færa inn Fyrirtækiseiningar og velja síðan viðkomandi tengi.
Á flipanum Færsluleit, í flokknum Gengi, skal velja Lokagengi.
Efni í reitnum Upphæð viðmiðunargengis er breytt eins og við á.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |