Eftir að allar upplýsingar hafa verið færðar í þjónustulínurnar er hægt að reikna reikningsafslátt af þjónustuskjalinu í heild með því að nota aðgerðinna Reikna reikningsafsl.. Ef gátreiturinn Reikna reikn.afsl. er valinn í glugganum Sölugrunnur verður upphæðin reiknuð sjálfkrafa.
Afslættinum verður úthlutað í öllum línunum í þjónustuskjalinu fyrir vörur, forða, Fjárhagsreikninga og kostnað þar sem reiturinn Reikna reikningsafsl. í þjónustulínunni er merktur Já. Þetta er sjálfgefin stilling fyrir vörur og forða.
Til að reikna reikningsafslátt skal nota reikningsafsláttarskilmálana sem skilgreindir eru í töflunni Reikningsafsl. viðskm.. Til að sjá reikningsafslættina sem hafa verið settir upp er farið í spjaldgluggann Viðskiptavinur, flipann Færsluleit, flokkinn Sala og Reikningsafslættir valdir.
Kerfið notar gjaldmiðilskótann í þjónustuskjalinu til að finna skilmála reikningsafsláttar í samsvarandi gjaldmiðli. Ef reikningsafsláttur hefur ekki verið skilgreindur fyrir erlenda gjaldmiðla þá eru reikningsafsláttarskilmálar í SGM notaðir sem settir eru upp í töflunni Reikningsafsl. viðskm. og gengi bókunardagsetningar þjónustuskjalsins.