Þegar staðsetningin er sett þannig upp að það krefjist vöruhúsatínsluvinnslu og vöruhúsaafhendingarvinnslu eru vöruhúsatínsluskjöl notuð til að stofna og sjá um tínsluupplýsingar fyrir bókun vöruhúsaafhendingar.
Ekki er hægt að stofna vöruhúsatínsluskjal frá grunni þar sem í tínsluaðgerð er alltaf hluti af verkflæði, annað hvort sem dráttur eða ýting.
Hægt er að útbúa vöruhússtínsluskjöl eins og drátt með því að opna autt vöruhúsaafhendingarfylgiskjal, finna upprunaskjöl sem eru send til afhendingar, og síðan stofna vöruhúsatínslulínur fyrir þær afhendingar. Hægt er að nota aðgerðirnar Sækja upprunaskjöl eða Nota afmörkun til að sækja upprunaskjöl til að finna upprunaskjöl sem eru tilbúin til afhendingar. Einnig er hægt að nota gluggann Vinnublað tínslu til að draga og stofna tínslulínur í runustillingu. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að skipuleggja Tínslur á vinnublaðinu.
Einnig er hægt að stofna vöruhúsatínsluskjöl í eins og ýtingu í glugganum Vöruhúsaafhending með því að velja Stofna tínslu.
Til athugunar |
---|
Tínsla fyrir vöruhúsaafhendingu vara sem settar eru saman úr sölupöntuninni sem verið er að afenda fylgir sömu aðferð og hefðbundin vöruhúsatínsla fyrir afhendingu eins og lýst er í þessu efnisatriði. Hins vegar gæti fjöldi tínslulína miðað við afhendingarmagn verið af gerðinni n:1 þar sem íhlutar eru tíndir en ekki samsetningarvaran. Vöruhúsatínslulínurnar eru stofnaðar fyrir gildið í reitnum Eftirstöðvar (magn) í línum samsetningarpöntunarinnar sem tengist sölupöntunarlínunni sem verið er að afhenda. Þetta tryggir að allir íhlutir eru tíndir í einni aðgerð. Nánari upplýsingar eru í hlutanum „Meðhöndlun íhluta pantanasamsetninga í afhendingum vöruhúss” í Vöruhúsaafhending. Upplýsingar um almenna tínslu íhluta fyrir samsetningarpantanir, þar á meðal þegar samsetningaríhlutur er ekki hluti af söluafhendingu, eru í Hvernig á að tína fyrir innri starfsemi með ítarlegum vöruhúsaaðgerðum. |
Til að tína vörur fyrir vöruhúsaafhendingu
Í reitnum Leit skal færa inn Tínslur og velja síðan viðkomandi tengil.
Ef nauðsynlegt er að vinna í tiltekinni tínslu, er tínslan valin af lista eða listi afmarkaður til að vinna tínslu sem hafa verið úthlutað notandanum sérstaklega. Tínsluspjaldið er opnað.
Ef reiturinn Úthlutað notandakenni er auður færir notandinn notandakennið inn til að auðkenna sig, ef þess þarf.
Ef prenta á tínsluskjal fyrir línurnar í glugganum skal fara á flipann Heim og velja Prenta úr flokknum Vinna.
Framkvæma raunverulega tínslu vara.
Ef vöruhúsið er sett upp þannig að það noti hólf verða sjálfgefin hólf notuð fyrir ráðleggingar um hvaðan skuli taka vörur. Leiðbeiningarnar birtast sem tvær aðskildar línur, minnst ein fyrir hvort hvora aðgerð, Taka og Setja.
Ef vöruhúsið er sett upp þannig að það noti beinan frágang og tínslu verður hólfaflokkun notuð til að reikna út hvaða hólf er best að tína úr og síðan stungið upp á þeim hólfum í tínslulínum. Leiðbeiningarnar birtast sem tvær aðskildar línur, minnst ein fyrir hvort hvora aðgerð, Taka og Setja.
Þegar tínslan hefur verið framkvæmd og vörurnar settar á afhendingarsvæði eða í afhendingarhólf er smellt á Skrá tínslu.
Sá sem ábyrgur er fyrir afhendingu getur nú komið vörunum að afhendingarhöfn og bókað afhendinguna, þar á meðal tengt upprunaskjal, í glugganum Vöruhúsaafhendingalisti.
Til viðbótar við tínslu upprunaskjala eins og lýst er í þessu efnisatriði er hægt að taka og færa vörur á milli hólfa án þess að vísa í upprunaskjöl. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að færa vörur með ítarlegum vöruhúsaaðgerðum.
Hægt er að framkvæma innanhússtínslur fyrir vörur sem tilheyra fyrirtækinu en eru ekki tiltækar fyrir venjulega vöruhúsatínslu. Frekari upplýsingar eru í Innanhússtínsla vöruhúss.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |
Sjá einnig
Vöruhúsaafhending
Hólfaflokkun
Eftirstöðvar (magn)
Hvernig á að selja sem eru settar saman í pöntun
Hvernig á að selja sem eru settar saman í pöntun
Hönnunarupplýsingar vöruhúsakerfi
Verkhlutar
Hvernig á að nota Afmarkanir til að sækja upprunaskjölHvernig á að skipuleggja Tínslur á vinnublaðinu
Hvernig á að undirbúa afhendingar