Til að afstemma bankareikninga í Microsoft Dynamics NAV við uppgjör frá bankanum þarf fyrst að stofna afstemmingu bankareiknings með því að fylla út línurnar í glugganum Bankareikn.afstemming.
Hægt er að færa inn bankayfirlit í línurnar með eftirfarandi leiðum:
-
Einnig með því að nota Flytja inn bankayfirlit til að fylla inn í línurnar samkvæmt raunverulegu bankayfirliti byggðu á skrá frá bankanum. Fjallað er um þetta í skrefum 6 til 7 hér á eftir.
Til athugunar Einnig er hægt að flytja bankayfirlit inn í glugganum Greiðsluafstemmingarbók. Þetta er fyrsta skrefið í að tengja greiðslur við ógreidd skjöl eða opnar færslur. Frekari upplýsingar eru í Stemma greiðslur af sjálfkrafa. -
Handvirkt, með því að nota aðgerðina Leggja til línur til að fylla í línur með tillögðum línum samkvæmt útistandandi greiðslu og breyta gildunum handvirkt í samræmi við færslur á bankayfirlitinu. Fjallað er um þetta í skrefum 8 til 11 hér á eftir.
Bankaafstemmingar færðar inn:
Í reitnum Leit skal færa inn Bankareikningsafstemming og velja síðan viðkomandi tengil.
Ný afstemming fyrir bankareikning er búin til.
Í reitnum Reikningur nr. er réttur bankareikningskóti valinn. Reitirnir Nr. yfirlits og Staða síðasta yfirlits eru fylltir úr sjálfkrafa út frá upplýsingunum á bankareikningsspjaldinu.
Í reitinn Dagsetning yfirlitser færð dagsetning bankayfirlitsins.
Staðan á bankayfirlitinu er færð í reitinn Lokastaða yfirlits.
Ef skjal sem inniheldur núgildandi bankayfirlit er til reiðu, fyllist sjálfkrafa í línurnar.
á flipanum Aðgerðir í hópnum Eiginleikar er valið Flytja inn bankayfirlit.
Staðsetja skal skrána og velja svo Opna til að flytja inn bankafærslurnar á línurnar í glugganum Bankareikn.afstemming.
Snið skrárinnar er tilgreint í reitnum Innflutningssnið bankayfirlits í glugganum Bankareikningsspjald.
Ef skjal fylgir ekki bankayfirlitinu, fyllið þá út línurnar með færslum sem lagðar eru til og athugið og lagfærið handvirkt mismun í samræmi við eiginlegar færslur á bankayfirlitinu.
Á flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Leggja til línur.
Í reitinn Upphafsdagsetning er færð inn upphafsbókunardagsetning fyrir færslurnar sem á að stemma af. Lokadagsetning eða viðkomandi færslur eru færðar í reitinn Lokadagsetning.
Ef leggja skal til tékkafærslur í stað bankareikningsfærslna skal velja reitinn Tékkar meðtaldir.
Velja hnappinn Í lagi til þess að búa til línur byggðar á greiðslum sem búist er við vegna útistandandi reikninga.
Ef ljúka á afstemmingunni verður að leiðrétta línurnar, jafna færslurnar og bóka afstemminguna.
Nánari upplýsingar um hvernig lokið er við afstemmingar eru í Hvernig á að: Jafna bankayfirlitslínur og bankareikningsfærslur, og Hvernig á að bóka afstemmingu banka.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |