Opnið gluggann Bankareikn.afstemming.

Tilgreinir hvernig eigi að bera færslurnar og stöðuna á reikningunum saman við bankayfirlitið.

Í glugganum er haus þar sem færðar eru inn upplýsingar um bankareikninginn og tvö svæði þar sem hægt er að stemma af bankayfirlitslínur við bankareikningsfærslur.

Hægt er að fylla sjálfkrafa í bankayfirlitslínurnar með því að flytja inn skjal með núgildandi bankayfirliti. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að flytja inn bankayfirlit. Að öðrum kosti má fylla í línurnar með tillögum að gildum samkvæmt útistandandi greiðslum, sem svo hægt er að fara yfir og breyta í samræmi við eiginlegar færslur á bankayfirlitinu. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að: Jafna bankayfirlitslínur og bankareikningsfærslur.

Ef bankayfirlitslínur tengjast tékkafærslum þá er ekki hægt að nota jöfnunaraðgerðirnar. Í staðinn þarf að velja hnappinn Jafna færslur á flýtiflipanum Bankayfirlitslínur flipann og velja svo viðeigandi tékkafærslu fyrir bankayfirlitslínuna. Reiturinn Heildarupphæð útistandandi ávísana neðst í glugganum Bankareikn.afstemming sýnir upphæðina á tékkafærslum sem eru hluti af stöðu bankareiknings.

Þegar línur eru afstemmdar við núgildandi bankayfirlit, er afstemmingin bókuð á bankareikningsfærslurnar.

Ábending

Sjá einnig